Færslur fyrir júlí, 2012

Sunnudagur 29.07 2012 - 14:14

Spinn, spinn á miðju sumri

Gúrkurnar spretta á sumrin, kringum hitt og þetta, og nú síðast segjast fréttir af gúrkuuppskerunni í garði Samfylkingarinnar – málhress almannatengill er búinn að finna út að Jóhanna segi af sér eftir mánuð, og Orðið á götunni (aldrei skilið það Eyjardálksheiti) segir frá því að ef Jóhanna hættir ekki bráðum ætli örvæntingarfullur hópur þingmanna og […]

Föstudagur 27.07 2012 - 11:47

Illugi staðfestir leiftursóknina

Morgunblaðið birtir í dag grein eftir Illuga Gunnarsson í stúkuplássinu á miðopnu (undir stórri mynd af Ólafi Ragnari Grímssyni í London!), og þar staðfestir Illugi þá nýju stefnu flokksformanns síns frá um daginn að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að boða meiri niðurskurð í velferðarþjónustu og samfélagsinnviðum. Þetta er fagnaðarefni – því það voru ekki allir alveg vissir […]

Miðvikudagur 25.07 2012 - 16:10

Hæstiréttur – eitt í dag …

Hæstiréttur neitar því að gallar á forsetakosningunum valdi því að það þurfi að kjósa aftur. Sammála Hæstarétti. Gallarnir felast að sjálfsögðu í því misræmi að sumir fatlaðir fengu að velja sérstakan aðstoðarmann, aðrir fatlaðir ekki. Hér verður að vera annaðhvort – eða, og þann kost verður að velja samkvæmt íslenskum lögum. Þetta hafði hinsvegar engin áhrif […]

Laugardagur 21.07 2012 - 20:49

Bjarni: Hægri snú

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins lýsir því yfir að nú þurfi að skera meira niður í velferðarþjónustunni, af því tilefni að hrunreikningar á ríkissjóð – svosem frá þrotabúi Sparisjóðs Sjálfstæðisflokksins í Keflavík – hafa aukið hallann umfram áætlun. Hér. Erlendis er litið til Íslands sem fordæmis við að vinna sig út úr kreppunni, einmitt vegna þess […]

Föstudagur 13.07 2012 - 13:36

Alveg sannfærður

Eftir ýmsar efasemdir um nýju miðbæjartillöguna sannfærðist maður algerlega í Fréttablaðinu í morgun – þar sem forseti alþingis færði okkur þau viðhorf um skipulagsmál kringum Austurvöll að umfram allt þyrfti að tryggja framhaldslíf bílastæða við vestanvert Kirkjustræti. Í fullri alvöru þarf náttúrlega að skoða sérstaklega vel útfærslu þessarar grunntillögu bæði um viðbygginguna sunnanvið Landsímahúsið og um baksvip […]

Miðvikudagur 11.07 2012 - 10:31

Velheppnað fullveldisframsal

Óska blaðamönnunum Erlu Hlynsdóttur og Björk Eiðsdóttur innilega til hamingju með dóminn í Strassborg – og um leið áhugamönnum um tjáningarfrelsi og opna umræðu á Íslandi. Þetta leiðir til breytinga á meiðyrðalöggjöfinni, segir í sumum fréttum. Kannski. Ég fór einusinni að leita að þessari meiðyrðalöggjöf og hélt þetta væri meiriháttar lagabálkur, en fann að lokum […]

Mánudagur 09.07 2012 - 12:54

Njólinn lifi

Af hverju sprettur þessi ótrúlegi pirringur út í náttúrlegan gróður á umferðareyjum og túnskikum í Reykjavík? Og þessi hystería yfir að ekki skuli heyjað í borginni mörgum sinnum á sumri? Alltaf virt það við Hrafn Gunnlaugsson að halda uppi vörnum fyrir náttúrlegan gróður í borgarlandinu – þetta voru og eru melar og mýrar fyrst og fremst og […]

Laugardagur 07.07 2012 - 10:25

Moggi býr til framsal

Í tvo daga hefur Morgunblaðið sagt landsmönnum að frá því þingi lauk sé í gangi hræðilegt fullveldisframsal – samkvæmt nýjum lögum um loftslagsmál þar sem stóriðjufyrirtækin komast inn í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Ég las fréttina í fyrradag og blandaðist svo inn í fréttaflutninginn í gær, en hélt eftir það að í dag birtist látlaus […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur