Færslur fyrir ágúst, 2012

Föstudagur 31.08 2012 - 19:54

Ragnheiður Elín repúblikani

Athyglisvert að þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins skuli sitja flokksþing repúblikana í Bandaríkjunum – reyndar í sama mund og þar er útnefnt framboðspar sem ætlar að berjast við Obama undir gunnfánum poppúlískrar hægristefnu. Er hún að sækja í sjóðinn fyrir kosningaveturinn? Flórídaferð Ragnheiðar Elínar Árnadóttur er reyndar alveg í stíl – því Sjálfstæðisflokkurinn hefur á síðari árum átt […]

Laugardagur 25.08 2012 - 20:16

Úlfur, úlfur í Hjaltadal

Vinstri hreyfingin – grænt framboð samþykkti í dag á Hólum í Hjaltadal að vara við framkomnum hugmyndum um að leggja sæstreng til rafmagnsflutninga milli Íslands og Skotlands. Því fylgir nefnilega „stórfelld rányrkja“ á íslenskum nátturauðlindum. Af hverju að slá þessa hugmynd út af borðinu í ágústmánuði 2012? Meðan einmitt er að störfum starfshópur sem er […]

Miðvikudagur 15.08 2012 - 17:01

Þrjár spurningar um plan B

Árni Páll átti kollgátuna spurður um Evrópusambands-sinueldinn í pólitíkinni: Þeir ættu ekki að henda plani A sem ekki hafa plan B. Er hvenær sem er til í umræðu um kosti og galla ESB-aðildar, almennt og sérstaklega – þótt mér finnist eðlilegast að við hinkrum með djúp-umræðuna þangað til komin eru samningsdrög. Á móti verða ESB-andstæðingar, […]

Þriðjudagur 14.08 2012 - 21:49

Risaeðlur og afastrákar

Kemur á óvart að ekki sé hægt að ná upp stemmingu á landsleikjum nema með því að selja þar áfengi. Það er svo alveg rétt hjá Heimi Hallgrímssyni aðstoðarþjálfara að við Íslendingar erum hálfgerðar risaeðlur í brennivínsmálunum. Kannski vegna þess að við höfum aldrei kunnað með vín að fara? Það var samt enginn bjór þessi […]

Laugardagur 11.08 2012 - 08:38

Nafnlaust hatur

Og sjálfan gleðigöngudaginn hefur einhver fundið hjá sér hvöt til að kaupa auglýsingu í Fréttablaðinu, undir sjónvarpsdagskránum á bls. 56, og komið þar fyrir hinum fræga ritningarstað um vonda fólkið sem ekki kemst til Himnaríkis: Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa. Nú spretta […]

Miðvikudagur 08.08 2012 - 12:59

Harpa og attitjúdið

Hallatölurnar og úttektarskýrslan um Hörpu hafa – loksins – hrist upp í undarlegum málatilbúnaði í kringum tónlistarhúsið sem svo marga dreymdi um svo lengi. Fréttir eru sagðar af furðulegri stjórnskipan, sem þó hefur viðgengist síðan ákveðið var að bjarga Hörpu uppúr hruninu. Aðrar fréttir nýrri eru auðvitað um fjárhagsáætlun sem ekki hefur staðist og virðist aldrei […]

Miðvikudagur 01.08 2012 - 18:13

Ekki leiðum að líkjast

Gott að eiga sér fyrirmyndir þegar maður lendir í klæðaburðarvafa – ég mætti í embættistöku forsetans í dag í þokkalegum jakkafötum og setti þar að auki upp bindi sem ekki er hversdags. Á boðsbréfi stóð sem frægt er orðið ,,kjólföt og heiðursmerki“ – en þá er þess að minnast að alþingismaðurinn Ólafur Ragnar Grímsson mætti […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur