Miðvikudagur 01.08.2012 - 18:13 - 47 ummæli

Ekki leiðum að líkjast

Gott að eiga sér fyrirmyndir þegar maður lendir í klæðaburðarvafa – ég mætti í embættistöku forsetans í dag í þokkalegum jakkafötum og setti þar að auki upp bindi sem ekki er hversdags.

Á boðsbréfi stóð sem frægt er orðið ,,kjólföt og heiðursmerki“ – en þá er þess að minnast að alþingismaðurinn Ólafur Ragnar Grímsson mætti samt í jakkafötum við sömu athöfn 1988 og 1992 (hér). Þannig að ekki er leiðum að líkjast. Sem heiðursmerki hafði ég svo í barminum birtingarrauðan eldhnött Samfylkingarinnar. Magga Tryggva var með demantsorðuna sína úr fermingarveislunni og Birgitta með svart P úr píratapartíinu. Við vorum mætt fyrst, af því við skrópuðum í kirkjunni, og söknuðum mjög Þórs Saaris sem hefði sannarlega verið tignarlegt að sjá í kjólfötum.

Annars tók þetta fljótt af. Ólafur Ragnar flutti ræðu um sjálfan sig og samstöðu þjóðarinnar sem hefði komið svo vel fram í forsetakosningunum. Vont að hann skuli ekki vera lengur á þingi, hugsar maður, þar vantar einmitt svona samstöðu- og einingarforingja. Einsog í gamla daga.

En mér finnst gott hjá Ólafi að láta alltaf syngja þarna Þó þú langförull legðir eftir Stephan G. og Sigvalda Kaldalóns – ættjarðarsöngur sem stendur óvenjuvel af sér tímans gnag.

Svo heldur lífið áfram, og líka stjórnarskrárstarfið og Evrópuumsóknin …

Óvissan horfin

Framhald …: Fékk senda rétt í þessu svolitla talningu úr ræðu forsetans — held að uppí Háskóla mundu þetta vera kölluð drög að orðræðugreiningu. Niðurstaðan er svona:

50 sinnum þjóðin, Íslendingar

13 sinnum eining, samstaða (Lilja Mós er víst afar sæl með þessa auglýsingu!)

16 sinnum við

10 sinnum ég

10 sinnum alþingi

8 sinnum lýðræði

4 sinnum lýðveldi

5 sinnum stjórnarskrá

3 sinnum hrunið

6 sinnum þáttaskil

8 sinnum átök

6 sinnum ábyrgð

Ekkert af þessu kemur áhugamönnum um forsetann á óvart, einkum ekki þjóðinþáttaskilin og ég, sem kemur einmitt jafnoft fyrir og alþingi. En hvað varð um óvissuna sem leitaði svo sterkega á okkur síðustu vikurnar fyrir kjördag?

Flokkar: Íþróttir

«
»

Ummæli (47)

  • Með þeim orðum sem ÓRG lagði út af með samstöðuna, sem kjörnir fulltrúar áttu greinilega að taka til sín, heldur þú að þeir ágætu kjörnu fulltrúar Sjálfsstæðisflokksins hafi ekki lagt sama skilning í orð ÓRG og við hin ?
    Séðru það gerast á næsta „kosninga“þingi ?

  • Hrafn Arnarson

    Góður pistill!

  • Ólafur G. Sigurðsson

    Gaman væri að sjá nánar hvaða afbrigði af rauðu þessi „birtingarrauði“ er. Er það nýtt afbrigði fyrir kapítalkratíska stefnu ? 🙂

  • Mörður Árnason

    Sigfús — Já, horfði soldið á Sjálfstæðismennina þegar samstaðan var brýnd sem allra mest fyrir okkur — en líklega væri nær að skoða framan í Framsókn sem oftar er á móti bara til að þurfa ekki að vera með.

    Ólafur — birtingarrauður, það átti að lýsa morgunroðanum, þessum sem sést í austri — en svo var einusinni til stjórnmálafélagið Birting … 😉

  • Það er nú guðsþakkarvert að allir voru í einhverju. Kjólar eða kjólföt, jakkaföt eða dragtir. Gildir einu. Það sem hefur samt vakið mesta athygli í dag er sú staðreynd að Björn Valur var í fýlu.

  • væri fróðlegt að sjá svona greiningu á ræðum og því sem ÓR lét frá sér í kosningabaráttu sinni.

  • Pétur Örn Björnsson

    Það sem mitt glögga bókmennta-auga greinir hér fyrst og líkast til helst,
    er að Mörður setur þennan pistil undir flokkinn, íþróttir. Það er húmor:-)

  • Arndís Björnsdóttir

    Mörður!

    1. Hversu lengi muntu hafa setið sem „stjórnmálamaður til þjónustu reiðubúin á alþingi Íslendinga“ árið 2013? Er ekki rétt hjá mér að hafirðu þá náð samtals 5 kjörtímabilum öðlist þú 100% eftirlaunarétt – 70% af verðtryggðu þingfararkaupi? Venjulegt launafólk ávinnur sér yfir starfsævina (40+ ár lágmark) ca. 60+% í lífeyrisréttindi við 67 ára aldur. Eru alger lágmarkseftirlaun ykkar „þjónustuliðsins“ ekki ca. 500 þús. kr. á mánuði í dag og hækka í sífellu ? Finnst þér sem „sósíalsinnuðum“ einstakling réttlætanlegt að þingmönnum sem tekst að ná samtals 20 árum í „þjónustunni“ – dettandi jafnvel út í eitt og eitt kjörtímabil – skuli njóta þessara einstæðu réttinda?
    2. Er það rétt munað að þú hafir verið ábyrgðarmaður/forsvarsmaður bókaforlags sem fór á hausinn undir þinni stjórn – og sem Herra Ólafur Ragnar Grímsson, þáv. fjármálaráðherra, leyfði að vonlausar skuldir yrðu afskrifaðar hjá? Var sú athöfn hans ekki mjög notuð gegn honum – talin persónulegur greiði við þig, þáverandi samflokksmann? Hefði verið hægt að ná fé útúr bókaforlaginu með því t.d. að gera þig gjaldþrota?
    3. Væri að finna „samsvörun“ þíns gamla máls við það sem uppvakningar hrunsis njóta nú unnvörpum „á ykkar vakt“? Þ.e. að „bera enga ábyrgð“ persónulega?
    Er í þínum hug í lagi að fyrirtæki hrunaliðsins sem urðu „gjaldþrota“ hafi fengið nánast allt afskrifað“? Að landráðafólkið „fái aftur þúsundir milljarða útá tölfræðilega þvælu“? Að slíkt gerist á sama tíma og þið aðhafist ekkert í því að leiðrétta kjör fátækra, heimilislausra, sjúklinga, langveika, eldra fólks, – allra þeirra sem búa við mikla erfiðleika og eru daglega gerðir gjaldþrota?
    Er í lagi að þetta gerist á sama tíma og þið á alþingi og í stjórnsýslunni fáið endalausar verðtryggðar launahækkanir og hafið endurheimt að fullu – afturvirkt – hjárænulega „yfirdrepslaunalækkun“ í upphafi?
    4. Ertu svekktur yfir því að þjóðin treysti ekki „alþingi og þjónum þess“, en krfefjist réttilega „beins lýðræðis“?
    5. Er ekki rétt munað hjá mér að þú varst upprunalega eitilharður Alþýðubandalagsmaður og herstöðvaandstæðingur? Síðar viðriðinn aðra flokka/önnur flokkabrot, jafnvel Framsókn? Hvað heillaði þig við samsuðu þá er kallar sig Samfylking? „Samfylking hverra“?
    6. Finnst þér þjóðinni sjálfri ekki best treystandi til að samþykkja eða hafna inngöngu í ESB?
    Samviskuspurning:
    ÞEGAR ÞÚ FERÐ Á FUNDI/RÁÐSTEFNUR HÉR-EÐA ERLENDIS Á KOSTNAÐ OKKAR, FÆRÐU ÞÁ REIKNINGA FYRIR ÚTGJÖLDUM OG SKILAR UMFRAMDAGPENINGUM? Þú ert jú í „þjónustu okkar“ – hefur FULL laun meðan á „fundum“- „ráðstefnum“ hér-og erlendis stendur. Eða notarðu afganginn í einkaeyðslu?

    Fyrirfram þakkir fyrir skýr, undanbragða-og afdráttarlaus svör.

  • Mörður var mættur tímanlega í þinghúsið í embættistöku forsetans og til allrar hamingju í fötum. Leggur sérstaka áherslu á það í pistlinum að hann skrópaði í kirkjuna og lítur væntanlega á það sem álitsauka og vænlegt til árangurs í prófkjörsbaráttunni framundan.
    Björn Valur mætti ekki í athöfnina og reyndi hvað hann gat með bloggi sínu og eftir öðrum leiðum að koma því afreksverki á framfæri. Andstaða við forsetann segir hann og gerir sig breiðan en áttar sig ekki á því að landsmönnum flestum er slétt sama um álit hans og hvar hann heldur sig.
    Hann hefði komist nær hjarta þjóðarinnar með því að viðurkenna tárvotur að hann ætti hvorki hálstau né almennilegan fatnað og gæti því ekki mætt í embættistökuna.
    Björn Valur og Mörður eiga það sammerkt að vilja veg forsetans sem minnstan og nota hvert tækifæri til þess að koma ónotum í hans garð á framfæri.
    Minnir óneitanlega á umsögn Jónasar frá Hriflu um Einar Benediktsson skáld þar sem hann segir: Svo mikla yfirburði hafði hann yfir flesta sína samtíðarmenn að minni menn fundu til sársauka í návist hans“.
    Ætli megi ekki heimfæra þessa umsögn uppá á þá félaga Mörð og Björn Val þegar forsetinn á í hlut. Þeir eru svo ógnarsmáir í návist hans og geta ekki leynt biturðinni og öfundinni.

  • Mörður Árnason

    Arndís – Er alltaf reiðubúinn að svara áleitnum og brýnum spurningum, hvað sem þær snerta umræuefnið hverju sinni, gjörðu svo vel:

    1. Ég var kosinn á þing vorið 2003 og sat til vors 2007. Kom svo aftur inn sem aðalmaður sumarið 2010 og starfa væntanlega út þetta kjörtímabil fram til apríls 2013, lengra veit ég ekki í bili. Fyrra kjörtímabilið var lífeyrismálum alþingismanna hagað með sérstökum lögum, sem Davíð Oddsson og félagar breyttu svo einsog allir muna vonandi. Við það urðu reyndar litlar breytingar á kjörum þeirra sem stysta höfðu þingsetuna. Eftir hrun voru þessi lög afnumin og lífeyriskjör þingmanna löguð að lífeyriskjörum opinberra starfsmanna (sjá: http://www.althingi.is/altext/136/s/0543.html). Mér sýnist þú vera á talsverðum villigötum með eftirlaunaréttinn og ert kannski að hugsa um Davíðslögin, sem ég beitti mér gegn á sínum tíma. Um nákvæma réttindaávinnslu (held ég þetta heiti) núna veit ég ekki gjörla, en bendi á starfsfólk LSR.

    Svo er sjálfsagt að taka almenna umræðu í góðu tómi um muninn á lífeyriskjörum opinberra og almennra. Og um kjör þingmanna ef vill, ég hef þar einfalda línu: Þingmenn eiga að hafa nógu góð kjör til að geta einbeitt sér að starfi sínu en ekki svo góð að þeir færist langt frá fólkinu í landinu.

    2. Jú, það er alveg rétt, ég var í stjórn bókaforlagsins Svarts á hvítu nokkur missiri, að vísu ekki afar virkur en það dregur ekki úr formlegri né óformlegri ábyrgð. Kom sjálfur ekki nálægt þessum umdeildu skattamálum, og þau verk voru ekki neinskonar persónulegur greiði við mig. Nei, það hefði ekki verið hægt að gera mig gjaldþrota, þetta var hlutafélag, og reyndar ekki verið til neins á þessum tíma. Ég hafði hinsvegar skrifað undir skuldabréf sem tryggingu fyrir bankaláni og fékk talsverðan skell, var að borga þetta í rúman áratug takkfyrir, sem einmitt féll saman við erfiða kaflann í íbúðarkaupum.

    3. Nei, þessi samlíking er alveg út í hött. Bókaforlagið fékk engar afskriftir í bönkum, og „skandall“ Ólafs Ragnar Grímssonar fjármálaráðherra fólst í að taka fyrir skattaskuldinni veð sem margir töldu hæpið. Slíkum veðtökum var svo hætt. Forlagið fór á hausinn, aðaleigandi þess missti nánast allt sitt – man ekki hvort hann varð líka persónulega gjaldþrota – og flæmdist til útlanda. Hefur reyndar náð sér ágætlega á strik síðan og stundar trausta bókaútgáfu, í Danmörku held ég.

    4. Nei, mér finnst alveg eðlilegt að fólk vantreysti þeim samfélagsstofnunum sem áttu að verja þjóðina fyrir atburðum einsog í hruninu – þinginu, ríkisstjórninni, dómskerfinu, fjölmiðlunum o.s. frv. Ég held að forsendan fyrir því að endurnýja þetta nauðsynlega traust sé einhverskonar nýr siðferðilegur sáttmáli sem þjóðin getur byggt á við að hreinsa stjórnkerfi sitt og stjórnmál. Þessvegna styð ég starfið við nýja stjórnarskrá og tillögur þar og víðar um meira beint lýðræði í bland við fulltrúalýðræðið.

    5. Tja, þetta hefur nú ruglast eitthvað í kollinum á þér, ágæta Arndís. Það er kannski eðlilegt. Ég var ungur maður lengi í grennd við Alþýðubandalagið, varð þar flokksmaður 1986, gekk svo til liðs við Jóhönnu Sigurðardóttur í Þjóðvaka 1994 og tók þátt í stofnun Samfylkingarinnar árið 2000. Aldrei komið nálægt Framsókn nema þegar ég var strákur í sveit í Þingeyjarsýslu 😉 — en var eindreginn stuðningsmaður Reykjavíkurlistans á sínum tíma. Mér sýnist reyndar vera skýr rauður þráður í afskiptum mínum af stjórnmálum alveg frá andófi og æskulýðsuppreisn á 7. og 8. áratugnum, gegnum hugmyndalega endurnýjun á vinstrikantinum og svo í sameiningarferli jafnaðarmanna, sem er vonandi ekki lokið. – Ég var líka, og er, andstæðingur herstöðva á Íslandi, en tel skynsamlegt að taka fullan þátt í öryggissamstarfi lýðræðisríkja í okkar heimshluta.

    6. Jú. Til þess þarf þjóðin að fá í hendurnar samningsdrög um slíka aðild. Verið að vinna í málinu.

    Samviskuspurning. Nei, ég hef tekið við þeim dagpeningum sem mér er úthlutað, í þeirri góðu trú að þokkalega sé fylgst með því að upphæðirnar séu eðlilegar og samsvari kostnaði sem menn verða fyrir í slíkum ferðum. Það segir Ögmundur allavega. Sýnist það passa í mínu tilviki, sem aðallega er þátttaka á þingi Evrópuráðsins í Strassborg. Held að þetta sé betra kerfi en reikningaafhendingar, en sú skoðun er mér ekki föst í hendi. – Ég hef hinsvegar gert athugasemdir á þingi við þau forréttindi sem felast í sérstökum persónulegum flugvildarpunktum til fólks sem ferðast á opinberum vegum, og tel að slíkur afsláttur eigi að nýtast ríkinu = skattgreiðendum/almenningi, en ekki prívat ferðafólkinu sjálfu.

    Takk fyrir tilskrifið.

  • Haukur Kristinsson

    Forsetagarmurinn er grínfígúra, hefur verið það alla sína tíð sem pólitíkus. En ekki aðeins síðan 2003, þegar hann hélt sína ídíótísku ræðu í Walbrook Club, London (sjá link fyrir neðan).
    9 ár eru liðin, samt hangir kallinn enn á Bessastöðum sjálfum sér og þjóðinni til skammar.
    Síðast í gær lýsti hann yfir andstöðu sinni við frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, þrátt fyrir þjóðfundinn, þrátt fyrir starf stjórnlaganefndar. Sjá Þorvald Gylfason á Eyjan.is í dag.
    Hvað á að sýna Óla mikla þolinmæði, einhver verður að fara að tala yfir hausamótunum á honum. Hann er orðinn “major embarrasment” fyrir okkur Íslendinga.

    http://www.forseti.is/media/files/05.05.03.Walbrook.Club.pdf

  • Sumir sem studdu Orgið í fosssetakosningum (þegar hann fyrst náði kjöri -1996?) gjalda nú glópsku sinnar.

  • Pétur Örn Björnsson

    Hér hefur Mörður verið spurður spurninga og veitt þokkalega lipurleg svör.

    Nú langar mig að varpa fram stóru spurningunni til Marðar. Kannski má kalla það stóru bombuna? Það má vel vera að svar hans verði honum efniviður í nýjan og fróðlegan pistil:

    Hvenær heldur þú Mörður, að Halldór, gamall vinnuveitandi þinn Guðmundsson, muni finna út það sparnaðarúrræði í Hröpunni, að virkja þær til ókeypis kattadúetts fyrir alþýðu þessa lands, Hörpudívurnar sjálfar,
    þær stöllur Hönnu Birnu, fyrrverandi borgarstjóra D og núverandi mennta- og menningarmálaráðherrann Katrínu Jakobsdóttur, sjálfan varaformann VG.
    Mér finnst við eiga það inni hjá Hörpudívunum, sem eru ábyrgar fyrir því að áfram var haldið með ómenningarlega og ósiðlega vitfirringu fjárglæpamanna, að þær taki nokkra dúetta ókeypis, en við pöpullinn borgum bara rúllugjakdið. Er ekki flottasti salurinn Eldborgin? Ég hef ekki átt krónu eftir hrun, og var strax talmaður þess að tjaldað yrði yfir vitfirrta og steinsteypta trölladrauma Landsbanka Bravó bruggaranna.

    Kannski Halldór, sem gamall útrásar Samfylkingarmaður og kannski fyrir gamlan kunningsskap við Björgúlfana, sér í lagi þann eldri, gæti fengið hann til að skaffa Bravó bjór, ókeypis fyrir alþýðuna? Nú er lag að hann Dóri minn sýni loksins dirfsku. Nú er lag, dúndrandi lag Dóri minn. Tvær flugur í einu höggi: Tvær Hörpudívur og svo Bravó bjór með, frá sjálfri Leníngrað. Mæli svo með Leníngrað Cowboys sem upphitunarnúmeri fyrir Hörpudívurnar, gegn mjög vægum aðgangseyri, svo þetta verði nú alþýðleg skemmtun, en ekkert snobbhús fyrir grátbólgnar kellingar eins og hana Kolbrúnu Bergþórsdóttur, sem hefur ekkert vit á bókmenntum, en bara á kynhrifum sinna höfunda.

  • Pétur Örn Björnsson

    Egill Helgason skrifar: „Mér skilst að verði söguleg sátt þegar Bubbi heldur tónleika sína á Þorláksmessu í Hörpu.“

    Er það já? Nei, Egill veit sem er og skrifar því „Mér skilst …“

    Nei, Mörður við kaupum ekki þetta kjaftæði um Bubba. Enda hvað kemur hann þessu máli við?

    HIn kaþarska hreinsun, í Aristóteleískum skilningi um megin-tilgang tragedíunnar, getur aldrei orðið fyrr en að afloknum flutningi Hörpudívanna. Þá munu annað hvort allir vikna og háskæla, eða verða snældu-brjálaðir og baula og kasta skóm að þeim, Þá yrðu þær að hlaupa snarar og skólausar upp í himnahöll glerkóngsins Björgólfs,
    Ekkert annað kemur til greina, til að sýna á hversu „háu“ plani íslensk menning er, nú um stundir. Horfumst í augu við niðurníðslu íslenskrar menningar. Hröpudívur og útþynntir viðskipta- og excel- krimmar.
    Og gleymum ekki „hámenningar“verkinu Létti, sem tröllreið öllu hér síðasta sumar. Enga bók hef ég séð á ævi minn auglýsta svo mjög.

  • Pétur Örn Björnsson

    En til að kóróna dýrðina. þá mæli ég með því, að Dóri minn, fái hana Þorgerði Katrínu til að taka eina alvöru kúlu aríu í lokin. BjarN1 vafningur gæti öruggleg sponsorað og kannski boðið gestum og gangandi helíum gas birgðir frá N1, svo í Hröpunni ríkti að lokum algjörlega óstöðvandi og gjörsamlega grenjandi hlátrasköll undir kúlu aríu Þorgerða Katrínar.

  • Arndís Björnsdóttir

    Mörður!
    Takk fyrir svarið. Að vísu er ég ekki 100% sátt við það. Ég veit hins vegar að 2 aðilar; annar þeirra þekktur utan landsteina Íslands – hinn etv. ekki eins mikið, héldu alltaf bókhald yfir dagpeninga og skiluðu til baka því, sem þeir þurftu/hafa ekki þurft að nota. Þeir eru:
    1. Herra Ólafur Ragnar Grímsson
    2. Pétur H. Blöndal

    Hatursárásirnar á Herra Ólaf Ragnar Grímsson höfðu þveröfug áhrif á mig og býst ég við að svo hafi verið um fleiri. Í raun er framganga andstæðinga hans hreint út sagt hlægileg.

    Eitt er líka varhugavert: „að flagga svokölluðu menntafólki sem fylgismönnum Þóru blessaðrar“ – „sauðsvartur almúginn ómenntaði vill frekar Herra Ólaf Ragnar Grímsson“. Hverjir fengjust í þau störf sem „menntamafían“ telur sig of góða til að inna af hendi??

    Pétur Örn Björnsson sér flísina í augum annarra en ekki bjálkann í eigin auga. Setning hans: „mitt glögga bókmennta-auga………“ er fáránleg – hvað telur hann sig vera?

    Haukur Kristinsson lýsir sjálfum sér vel þegar hann talar um „forsetagarminn“. Blessaður maðurinn hlýtur að vera „garmur“ svo að um munar.

    Í ÖLLUM flokkum er gerspillt fólk sem þarf að hverfa af „alþingi svokölluðu“. Þetta fólk hefði í hverju einasta vestrænku ríki STRAX þurft að hverfa. Hér á landi ríkir ekki pólitískt siðferði, enda ber þjóðin ENGA virðingu fyrir alþingi, því miður.

    Ekki treysti ég – frekar en flestir aðrir – svokölluðu alþingi til að taka mikilvægar ákvarðanir. Sú staðreynd hlýtur að vera ykkur „þjónustufólkinu á alþingi Íslendinga“ alvarlegt umhugsunarefni.

    Kær kveðja aftur.

  • Hans orðaræða hefði náttúrlega átt að vera:

    100 sinnum – skjaldborgin
    100 sinnum – allt uppá borðið
    100 sinnum – gagnsæi og heiðarleiki

    10000000000 – svik svik svik – þá hefði hann verið að tala um það sama og þjóðin.

  • I simply want to tell you that I’m newbie to weblog and certainly savored this blog site. Likely I’m likely to bookmark your blog . You absolutely come with very good well written articles. Many thanks for sharing with us your blog site.

  • MetroClick specializes in building completely interactive products like Photo Booth for rental or sale, Touch Screen Kiosks and Digital Signage, and experiences. With our own hardware production facility and in-house software development teams, we are able to achieve the highest level of customization and versatility for Photo Booths, Touch Screen Kiosks and Digital Signage. MetroClick, 121 Varick St, New York, NY 10013, +1 646-843-0888

  • Faytech North America is a touch screen Manufacturer of both monitors and pcs. They specialize in the design, development, manufacturing and marketing of Capacitive touch screen, Resistive touch screen, Industrial touch screen, IP65 touch screen, touchscreen monitors and integrated touchscreen PCs. Contact them at http://www.faytech.us, 121 Varick Street, New York, NY 10013, +1 646 205 3214

  • Emeryeps is a SEO(Search Engine optimzation) and Internet Marketing company. They help businesses to get traffic from various search engine and online community. They have seo experts and consultants with many years of SEO Experiences. No matter where your business is located, EmeryEPS.com can help your business to secure your highly convertible leads online.

  • MetroClick specializes in building completely interactive products like Photo Booth for rental or sale, Touch Screen Kiosks and Digital Signage, and experiences. With our own hardware production facility and in-house software development teams, we are able to achieve the highest level of customization and versatility for Photo Booths, Touch Screen Kiosks and Digital Signage. MetroClick, 121 Varick St, New York, NY 10013, +1 646-843-0888

  • I love the look of your website. I recently built mine and I was looking for some design ideas and you gave me a few. May I ask you whether you developed the website by youself?

  • I truly appreciate this post. I have been looking all over for this! Thank goodness I found it on Bing. You have made my day! Thank you again!

  • Emeryeps is a SEO(Search Engine optimzation) and Internet Marketing company. They help businesses to get traffic from various search engine and online community. They have seo experts and consultants with many years of SEO Experiences. No matter where your business is located, EmeryEPS.com can help your business to secure your highly convertible leads online.

  • Faytech North America is a touch screen Manufacturer of both monitors and pcs. They specialize in the design, development, manufacturing and marketing of Capacitive touch screen, Resistive touch screen, Industrial touch screen, IP65 touch screen, touchscreen monitors and integrated touchscreen PCs. Contact them at http://www.faytech.us, 121 Varick Street, New York, NY 10013, +1 646 205 3214

  • Really wonderful information can be found on weblog . „An executive is a person who always decides sometimes he decides correctly, but he always decides.“ by John H. Patterson.

  • Somebody essentially assist to make seriously posts I would state. That is the very first time I frequented your web page and so far? I amazed with the research you made to create this actual put up incredible. Excellent activity!

  • Great goods from you, man. I have understand your stuff previous to and you are just extremely magnificent. I really like what you’ve acquired here, really like what you’re stating and the way in which you say it. You make it enjoyable and you still take care of to keep it wise. I can’t wait to read much more from you. This is really a terrific website.

  • I together with my pals have already been reading through the best hints from your site then quickly developed a horrible feeling I never expressed respect to the website owner for them. The young men became for that reason very interested to study all of them and have actually been loving these things. Thank you for genuinely indeed thoughtful and then for using these kinds of good areas most people are really eager to be informed on. Our own sincere regret for not expressing appreciation to earlier.

  • MetroClick specializes in building completely interactive products like Photo Booth for rental or sale, Touch Screen Kiosks and Digital Signage, and experiences. With our own hardware production facility and in-house software development teams, we are able to achieve the highest level of customization and versatility for Photo Booths, Touch Screen Kiosks and Digital Signage. MetroClick, 121 Varick St, New York, NY 10013, +1 646-843-0888

  • I dugg some of you post as I cerebrated they were very beneficial handy

  • I was extremely pleased to find this site. I wanted to thank you for ones time just for this fantastic read!! I definitely loved every part of it and I have you bookmarked to look at new information in your blog.

  • As soon as I discovered this web site I went on reddit to share some of the love with them.

  • MichaelJemery.com is a site with many hypnosis downloads. Whether you are looking for free hypnosis downloads, self hypnosis download for mp3, video and any audio files, Michael Jemery has the downloads for you. You can download hypnosis from apps, audio, mp3 and even youtube !

  • Thanks for another excellent article. Where else may just anybody get that kind of info in such an ideal manner of writing? I’ve a presentation next week, and I am on the look for such info.

  • Thank you so much for providing individuals with an extraordinarily special opportunity to discover important secrets from here. It’s usually so great plus stuffed with a good time for me personally and my office peers to search the blog at least three times in 7 days to learn the latest secrets you will have. And of course, I’m just certainly happy considering the surprising strategies served by you. Selected two areas in this posting are unequivocally the most beneficial I’ve ever had.

  • Someone necessarily help to make severely articles I’d state. This is the very first time I frequented your web page and up to now? I amazed with the research you made to make this actual publish amazing. Great activity!

  • IMSCSEO is a SG SEO Specialist set up by Mike Koosher. The mission of IMSCSEO.com is to provide you with SEO services and help singapore online businesses with their Search Engine Optimization to aid them climb the ranks of Google or bing. Come to imscsseo.com

  • I together with my buddies have been analyzing the excellent techniques from the blog and then before long got a terrible feeling I had not expressed respect to the website owner for those secrets. Those young boys happened to be for this reason warmed to study them and have now surely been taking advantage of them. Thanks for truly being considerably kind and for going for this form of ideal subject areas most people are really eager to understand about. My personal honest regret for not expressing appreciation to you earlier.

  • Whats Going down i’m new to this, I stumbled upon this I’ve found It absolutely useful and it has helped me out loads. I’m hoping to contribute & assist different users like its helped me. Good job.

  • I simply had to thank you so much once again. I am not sure what I might have worked on in the absence of the actual secrets revealed by you concerning such a subject. It was actually the frightening difficulty in my opinion, however , witnessing the expert form you processed it made me to jump with fulfillment. I will be happier for this advice and thus expect you comprehend what an amazing job your are doing educating many others all through your site. Most likely you have never come across all of us.

  • Good morning there, just became aware about your blogging site through Search engines like google, and realized that it is seriously informational. I will take pleasure in in the event you keep up these.

  • Some genuinely nice and utilitarian info on this web site, also I think the style has wonderful features.

  • I simply desire to share it with you that I am new to writing a blog and thoroughly adored your article. Very likely I am going to bookmark your blog post . You really have wonderful article blog posts. Value it for telling with us your favorite website report

  • Undeniably believe that which you said. Your favorite reason seemed to be on the net the easiest thing to be aware of. I say to you, I definitely get annoyed while people think about worries that they plainly do not know about. You managed to hit the nail upon the top as well as defined out the whole thing without having side effect , people could take a signal. Will probably be back to get more. Thanks

  • You have brought up a very fantastic points , appreciate it for the post.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og þremur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur