Færslur fyrir apríl, 2013

Þriðjudagur 30.04 2013 - 10:29

Taktlausir verkalýðsforingjar

Þegar menn ná ekki takti — þá er oft gott að athuga hvort það er einhver taktur í tímanum. Nokkrir forystumenn verkalýðsfélaganna í Reykjavík eru óánægðir með „grænu gönguna“ sem umhverfis- og náttúruverndarmenn hafa boðað til 1. maí. Forseti ASÍ segir í Fréttablaðinu að þetta sé dagur launafólks og aðrir eigi að láta hann í […]

Sunnudagur 28.04 2013 - 18:24

Daginn eftir

Já, auðvitað breytti Icesave-dómurinn miklu. Framsókn vann í því lotteríi og þeyttist upp á stjörnuhimininn meðan þeir flokkar sem töldu sig hafa axlað ábyrgð, S, V og líka D, stóðu uppi einsog aumingjar ef ekki föðurlandssvikarar – og má segja að enginn þeirra næði síðan almennilega vopnum sínum. En það var miklu fleira á ferðinni. Kjósendur […]

Laugardagur 27.04 2013 - 11:26

Ekki eyða atkvæðinu þínu

Má vel vera að 5%-reglan sé ósanngjörn og grimmileg gagnvart smáflokkum og ýmsu frumkvæðisfólki í stjórnmálum. Hún er hinsvegar í gildi og virkar þannig að ef maður greiðir atkvæði framboði sem ekki nær einum tuttugasta fylgis yfir landið – þá fellur það atkvæði dautt niður. Þó ekki alveg áhrifalaust því reikningsreglan um úthlutun þingsæta (d’Hondt) […]

Föstudagur 26.04 2013 - 09:58

Kjósum gegn stóriðjustjórn

Tólf eða þrettán frambjóðendur í hverjum sjónvarpsþætti eða málefnafundi í kosningabaráttunni og tala hver upp í annan – svörin oftast þokukennd og óskýr eða þá passa ekki við spurningarnar sem brenna á. Tveir flokkar að koma úr ríkisstjórn sem ekki kláraði sitt prógramm og skilur eftir sig fullt af vandamálum , og svo allir hinir, […]

Miðvikudagur 24.04 2013 - 10:47

Lánsveð — Staðið við fyrirheitin!

Loksins! Fékkst niðurstaða í samningum um að létta byrði lánsveðshópsins svokallaða – um tvö þúsund heimili með yfirveðsetningu en gátu ekki notað 110%-leiðina af því lánardrottnarnir höfðu augastað á veðunum sem fólkið hafði fengu hjá pabba og mömmu, Jóa bróður og svo framvegis. Augljóst sanngirnismál eftir að stór hópur í svipaðri stöðu, en án annarra […]

Mánudagur 22.04 2013 - 22:21

Og var ekki í framboði

Aðeins einn umræðufundur hefur verið haldinn um umhverfisstefnu og náttúruvernd núna fyrir kosningarnar. Hann fór fram í Odda í dag á vegum Ungra umhverfissinnna og Politica, félags stjórnmálafræðinema. Ágætur fundur miðað við fjölda framsögumanna, þökk sé snarpri fundarstjórn. Svandís frá VG, ég fyrir Samfó, Róbert frá BF, Ólöf Guðný frá Dögun, og svo framvegis. Þorvaldur […]

Laugardagur 20.04 2013 - 12:34

Stóriðjan mikilvægari en skuldirnar

Sigurður Ingi Jóhannsson var opinskár í Bylgjuviðtali í gær – takk fyrir það. Hann lýsti því yfir að Framsókn væri á leiðinni í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Fyrir varaformanni Framsóknarflokksins eru tvö mál í húfi eftir kosningar. Annarsvegar einhverskonar efndir á loforðum flokksins  um almenna skuldaleiðréttingu. Það veit hann að verður erfitt en virðist þó telja […]

Föstudagur 19.04 2013 - 13:51

Svör vantar frá B og D

Það er sérkennilegt að hvorki stóri Framsóknarflokkurinn né litli Sjálfstæðisflokkurinn hafa hirt um það hingað til í kosningaumræðunni að gefa svör við brýnum spurningum á sviði náttúruverndar og umhverfismála – þar sem vaxtarbrodda atvinnulífsins er ekki síst að finna nú um stundir. Þó hafa síðustu fjögur ár í stjórnmálum einkennst ekki síst af framþróun á […]

Fimmtudagur 18.04 2013 - 16:30

Með Evrópu á heilanum

Það verður oft nokkuð háfleygt og fjarlægt, allt talið með og á móti aðild að Evrópusambandinu – fyrir utan allt ruglið og nöldrið. Jamm, það þarf að finna leið út úr gjaldeyrishöftunum, og enginn hefur í raun og veru bent á neina aðra en að tengjast evrunni og taka hana svo upp. Jamm, fullveldisdeiling bæði […]

Miðvikudagur 17.04 2013 - 10:02

Virkjanahagkerfið snýr aftur

Auðlinda- og umhverfisþátturinn í Sjónvarpinu var afar upplýsandi: Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur vilja koma aftur af stað gamla virkjanahagkerfinu – þegar eitthvað bjátar á eru jarðýturnar settar í gang til að laga byggðaklúður og búa til nokkur þensluár. Svo er það búið, en þá má bara virkja meira, og ennþá meira. Orkan á Íslandi er endalaus, […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur