Færslur fyrir janúar, 2014

Fimmtudagur 16.01 2014 - 13:59

ESB-viðhorf í flokkabönd

Síðan Evrópusambandið var stofnað hafa gengið í það 22 ríki. Í mörgum þeirra hefur auðvitað verið mikil umræða um aðildina – og eitt grannríki okkar hefur hafnað aðild tvisvar eftir hatrammar deilur. Oftast hafa einstakir stjórnmálaflokkar í þessum ríkjum tekið afstöðu til aðildarinnar en oft hefur komið fyrir að innan þeirra – oft hinna stærstu […]

Mánudagur 13.01 2014 - 14:18

Þjórsárver: Flækja 22

Til að geta fjallað af viti um áform Sigurðar Inga Jóhannssonar um skerta friðlýsingu Þjórsárvera frá fyrri ákvörðun – totufriðlýsinguna – þurfa menn auðvitað að hafa kynnt sér nýjustu veituhugmyndir Landsvirkjunar á svæðinu. En: Landsvirkjun vill ekki leyfa neinum að skoða veitu- og virkjunarhugmyndir sínar við Þjórsárver fyrren Sigurður Ingi Jóhannsson er búinn að skrifa […]

Sunnudagur 12.01 2014 - 10:16

Nóg að gera í leiðréttingunum

Gott hjá umhverfisráðuneytinu að gera athugasemdir við fréttaflutning New York Times. Í greinarlista um bestu ferðastaði árið 2014 sagði blaðið að nú væri sniðugt að ferðast um Ísland áður en það hyrfi í virkjanir og veitugarða. Þetta er sannarlega ofsagt um Þjórsáráform Landsvirkjunar, Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfisráðherra og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðarráðherra. En umhverfisráðuneytið fylgist […]

Sunnudagur 05.01 2014 - 14:03

Þjórsárver á vetrarútsölu

Svokallaður umhverfisráðherra er á hröðum fjölmiðlaflótta undan ákvörðun sinni um veituframkvæmdir í Þjórsárverum eða á áhrifasvæði þeirra. Samt er það þannig að hann er núna að fullkomna hlýðni sína við Landsvirkjun og Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra frá í haust þegar hann hætti við nýja friðlýsingargjörð sem var svo langt komin að ráðuneyti hans var búið […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur