Fimmtudagur 02.02.2017 - 18:07 - FB ummæli ()

Atvinnulífið hafnar ESB

Meirihluti félagsmanna í félagi íslenskra atvinnurekenda telur að ekki eigi að halda viðræðum við ESB áfram og stór meirihluti þeirra er á móti aðild að ESB. Samkvæmt nýlegri könnun vilja 52% félagsmanna ekki halda viðræðum áfram á meðan aðeins 35,1% vilja halda þeim áfram. Aðeins 16,9 prósent eru á því að Ísland eigi að gang í ESB á meðan 55,7% eru þeirrar skoðunar að Ísland eigi ekki að ganga í ESB.

Á þessu sést að íslenskt atvinnulíf hafnar algjörlega aðild að ESB.

Athyglisvert í þessari könnun er einnig að mun færri vilja taka upp evru, bæði eru þeir í miklum minnihluta og þeim fækkar jafnframt.

Mbl.is birti frétt um málið, sjá hér.

Flokkar: Bloggar · Dægurmál · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur