Sunnudagur 07.12.2014 - 22:12 - Lokað fyrir ummæli

Á ofurlaunum við að vinna gegn hagsmunum almennings

Umræða um dóm hæstaréttar sem féll í nóvember síðastliðnum veitir athyglisverða innsýn inn í það umsátursástand sem ríkir í baráttunni við erlenda kröfuhafa.

 

Erlendu kröfuhafarnir eru með á þriðja hundrað manns af okkar bestu lögfræðingum í vinnu til að hámarka hagsmuni sína á kostnað íslensks almennings. Þeim hefur nú tekist að rugla alla umræðu um lagalegar hliðar á afnámi fjármagnshafta. Þannig virðast margir nú trúa því að dómurinn komi í veg fyrir að hin svokallaða gjaldþrotaleið sé fær vegna þess að kröfuhafar geti krafið þrotabústjóra um greiðslur í erlendum gjaldeyri, sé hann á meðal eigna þrotabúsins.

Þetta er útúrsnúningur og þvæla, þar sem lög um gjaldeyrishöft koma í veg fyrir það að þrotabústjóri geti greitt út í erlendri mynt.

 

Á undanförnum dögum hafa mætir menn á borð við Össur Skarphéðinsson og Árna Pál Árnason haldið fram þessari röngu túlkun á dómnum í greinaskrifum. Það er ekki gott að leiðtogar stjórnmálaafls séu ekki betur upplýstir. Það er slæmt að þeir skuli gera þennan málflutning að sínum, þar sem hann kemur úr herbúðum aðila sem hafa aðra hagsmuni en íslenska þjóðin.

 

Ég hvet alla sem hafa áhuga á hinu rétta í þessu máli að hafa t.d samband við lagadeild Háskóla Íslands og fá útskýringu á dómnum og hvernig hann breytir engu um gjaldþrotaleiðina. Jafnframt hvet ég Íslendinga til að hafa vara á málflutningi frá aðilum sem eru á ofurlaunum við að vinna gegn hagsmunum almennings.

Uppfært 9. 12. 2014:
Hér er efnið nánar útskýrt í viðtali við mig á Bylgjunni.

http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP31944

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Höfundur

Ólafur Elíasson

Píanóleikari og tónlistarmaður.
Er einnig með MBA í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands.

Er ekki tengdur neinum sérstökum hagsmunaaðilum né pólitískum samtökum.
Starfaði með InDefence hópnum gegn Icesave samningunum.
RSS straumur: RSS straumur