Laugardagur 05.08.2017 - 16:32 - Lokað fyrir ummæli

Eru allir sáttir við þetta?

 

Góður vinur minn, Björn Logi Þórarinsson, Sérfræðingur í taugalækningum á Landspítalanum hefur að undanförnu bent á þá staðreynd að mjög árangusrík meðferð við blóðtappa í heila er ekki í boði hérlendis vega fjárskorts.

Meðferðin snýst um að blóðtappinn er fjarlægður með æðaþræðingu en ekki leystur upp með lyfjum.

Þessi meðferð er nú í boði í öllum Evrópulöndum nema Svartfjallalandi, Georgíu og Íslandi.

Að þeim 300 einstaklingum sem eru svo óheppnir að fá heilablóðfall þá getur þessi meðferð gagnast um 60 þeirra. Samkvæmt reynslu og rannsóknum nágrannaþjóða okkar þá myndu um 10 af þessum 60 ná fullum bata en margir hinna fengju bata að hluta.

Það sem virðist stoppa innleiðingu þessarar meðferðar virðist vera fjárskortur á spítalanum, skortur á þjálfuðum hjúkrunarfræðingum og geislafræðingum.

Kostnaðurinn við þessa meðferð er áætlaður um 50 milljónir á ári. Sú upphæð er þó ekki nema brot af þeim kostnaði sem fellur til við að sinnar lömuðum sjúklingum sem fá ekki þessa meðferð.

Getur verið að svona sé komið fyrir heilbrigðiskerfinu okkar?

Posted by Björn Logi Þórarinsson on 17. júlí 2017

Flokkar: Óflokkað

«

Höfundur

Ólafur Elíasson

Píanóleikari og tónlistarmaður.
Er einnig með MBA í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands.

Er ekki tengdur neinum sérstökum hagsmunaaðilum né pólitískum samtökum.
Starfaði með InDefence hópnum gegn Icesave samningunum.
RSS straumur: RSS straumur