Miðvikudagur 27.8.2014 - 00:12 - Lokað fyrir ummæli

Jæja. Þá þarf líklega ekki að hafa áhyggjur af því.

Á áhugaverðum fundi í þjóðminjasafninu 26. ágúst. fjallaði Hans Humes, stjórnandi bandarísks vogunarsjóðs, um hvaða leiðir gætu verið færar varðandi uppgjör á þrotabúum bankanna á Íslandi.

Á fundinum spurði ég hann hvaða úrræði kröfuhafar hefðu gagnvart íslenskum stjórnvöldum ef þau ákvæðu að fara hina svokölluðu gjaldþrotaleið, sem felur m.a. í sér að þrotabúin yrðu gerð upp í íslenskum krónum.

Humes, sem þekkir heim erlendra kröfuhafa líklega betur en flestir aðrir, lýsti furðu sinni á því hvers vegna stjórnvöld væru ekki fyrir löngu búin að nota slíkar heimildir ef þær væru til staðar í íslenskum lögum.

Hann hafði þann fyrirvara á máli sínu að hann væri ekki nægjanlega vel að sér um aðstæðurnar á Íslandi,  en staðreyndin væri einfaldlega sú að almennt ættu kröfuhafar ekki möguleika á því að reka deilumál um kröfur á hendur fyrirtækja fyrir alþjóðlegum dómstólum. Slíkum kröfum væri nánast alltaf vísað til dómstóla þeirra landa þar sem stofnað var til þeirra.

Ég verð að segja að mér létti mjög við að heyra þennan mann tala. Á undanförnum mánuðum hef ég heyrt ansi marga í opinberri umræðu halda því fram að erlendir kröfuhafar myndu standa í endalausum og kostnaðarsömum málaferlum við íslensk stjórnvöld, ef gildandi gjaldþrotalögum væri fylgt.

Þessi maður, sem er sjálfur framkvæmdastjóri vogunarsjóðs, virðist ekki telja að Íslendingar ættu að hafa miklar áhyggjur af því.

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 29.4.2014 - 15:37 - FB ummæli ()

Halló heimur!

Velkomin á blog.pressan.is. Þetta er fyrsta færslan.

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Ólafur Elíasson

Píanóleikari og tónlistarmaður.
Er einnig með MBA í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands.

Er ekki tengdur neinum sérstökum hagsmunaaðilum né pólitískum samtökum.
Starfaði með InDefence hópnum gegn Icesave samningunum.
RSS straumur: RSS straumur