Fimmtudagur 04.05.2017 - 17:39 - FB ummæli ()

Hvenær deyr peningamargfaldarinn?

Nýlega gaf þýski seðlabankinn út mánaðarrit  þar sem bent er á þann sannleik að:
  1. bankar lána ekki út innlán sem þeir hafa fengið frá sínum viðskiptavinum og
  2. jafnvel þótt grunnfé seðlabankans aukist þá er það ekki nóg til þess að bankar geti lánað út fé í hagkerfið: þeir lána aldrei út til almennings eða almennra fyrirtækja fé sem Seðlabankinn hefur búið til.
Þetta þýðir t.d. að íslenskir bankar geta ekki lánað grunnfé frá SÍ út í hagkerfið sem skapað hefur verið t.d. þegar SÍ kaupir gjaldeyri. SÍ getur því keypt gjaldeyri í tonnavís án þess að óttast að íslenskir bankar láni út eina einustu krónu af þeim sem SÍ býr til til þess að kaupa gjaldeyrinn.
Þetta vitanlega er algjörlega á skjön við það sem peningamargfaldaramódelið segir hvernig bankar virki. Þar er því haldið fram að bankar verði að taka við innláni frá viðskiptavini eða fé frá seðlabanka áður en þeir geta veitt útlán. Þannig „margfaldi“ bankar peningamagn í umferð með því að taka við innlánum eða peningum frá seðlabankanum og lána svo þessa peninga aftur út í hagkerfið a.t.t. bindiskyldunnar. Þannig væru bankar fyrst og síðast milligönguaðilar (e. intermediaries) þeirra sem vildu spara og þeirra sem vildu taka lán.
Áður en Bundesbank birti þennan pappír hafði Bank of England  bent á að þetta væri rangt:
Money creation in practice differs from some popular misconceptions — banks do not act simply as intermediaries, lending out deposits that savers place with them, and nor do they ‘multiply up’ central bank money to create new loans and deposits.
Í öðrum pappír  sem einnig er gefinn út af hagfræðingum Bank of England er ritað (mín áhersla):
In the [intermediation of loanable funds] model, bank loans represent the intermediation of real savings, or loanable funds, between non-bank savers and non-bank borrowers. But in the real world, the key function of banks is the provision of financing, or the creation of new monetary purchasing power through loans, for a single agent that is both borrower and depositor. The bank therefore creates its own funding, deposits, in the act of lending, in a transaction that involves no intermediation whatsoever. Third parties are only involved in that the borrower/depositor needs to be sure that others will accept his new deposit in payment for goods, services or assets. This is never in question, because bank deposits are any modern economy’s dominant medium of exchange.
Furthermore, if the loan is for physical investment purposes, this new lending and money is what triggers investment and therefore, by the national accounts identity of saving and investment (for closed economies), saving. Saving is therefore a consequence, not a cause, of such lending. Saving does not finance investment, financing does. To argue otherwise confuses the respective macroeconomic roles of resources (saving) and debt-based money (financing).
Seinni pappírinn frá BoE ræðst á tvær vitleysur í neóklassískri hagfræði. Í fyrsta lagi að bankar verði að taka við innlánum áður en þeir taka við útlánum og í öðru lagi að sparnaður verði að vera til staðar til að fjármagna fjárfestingu – þegar raunverueikinn er akkúrat öfugur: það er fjárfesting sem fjármagnar sparnað. Þetta er atriði sem Keynes reyndi að fá fólk til að skilja en gekk lítið því fólk var, og er enn, fast í því að hugsa út frá einstaklingnum og heimfæra þá skoðun sína yfir á heildina. En það gengur bara ekki upp í þessu tilviki, ekki frekar en að  það gengi upp að notast við skammtaeðlisfræði til að skilja hvernig t.d. lífkerfi virka: heildin er meira en summa hluta hennar – og þess vegna á ekki að notast við rekstrarhagfræði til að skilja þjóðhagfræði.
Hvað um það, nú bætist Bundesbank  í hóp þeirra sem benda á að peningamargfaldaramódelið er vitleysa því að:
Peningamyndun [banka] á sér stað svo gott sem óháð útistandandi innlánum banka hjá seðlabankanum og er einnig óháð innlánum [í bönkum] sem áður hefur verið tekið við frá viðskiptavinum.
(þ. Geldschöpfung erfolgt zunächst unabhängig von bestehenden Zentralbankguthaben der Banken und auch unabhängig von zuvor entgegengenommenen Kundeneinlagen)
Afleiðingarnar eru vitanlega þær að kenningar þess efnis að breytingar á bindiskyldu Seðlabankans nægi til það halda aftur af útlánagleði bankakerfisins ganga ekki upp. Né ganga þær kenningar upp sem segja að lækkun bindiskyldunnar árið 2003 hafi valdið útlánaþenslu bankakerfisins eða að beiting bindiskyldu sé einhvers konar lausn að hluta eða heild við stýringu peningamála á Íslandi í framtíðinni. Raunveruleikinn er einfaldlega sá að það er enginn peningamargfaldari, eins og ég hef útskýrt áður.
Það ætti einhver að skrifa bók á íslensku um hvernig peninga- og bankakerfið á Íslandi virkar…
(Þessi pistill birtist fyrst á Patreon síðunni minni þar sem mínir Stuðningsmenn gátu lesið hann fyrst. Þú getur stutt skrif mín um íslensk efnahagsmál með því að gerast Stuðningsmaður minn.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Olafur Margeirsson
Einn af þessum með doktorsgráðu í hagfræði. Skrifar bækur og greinar um efnahagsmál fyrir íslenskan almenning. Þú getur styrkt mína vinnu á Patreon.
RSS straumur: RSS straumur