Sunnudagur 25.11.2007 - 21:11 - Rita ummæli

Rausið í Össuri.

Hvað á mér að finnast um stanslausa athyglissýki Össurar? Eitt og annað sjálfsagt en Sigurður Kári hefur takmarkaða þolinmæði gangvart rausinu og krefst meiri aðgætni og tillitsemi. Sem er ekki undarlegt.

Annars er margt undarlegt. Hvar er Ingibjörg Sólrún til að mynda? Hver gleypti hana? Henni finnst kannski alveg bráðhentugt að nota Össur í að búa til tortryggni og leiðindi milli flokkanna. Þögn hennar og fjarvera er hávær og undarlega áberandi.

Þó að ég dáist að mörgu leyti að því hversu miklu léttara virðist yfir ráðherrum þessarar ríkisstjórnar en fyrri þá liggur við að félagi Össur kunni ekki með fríðindin að fara. Mér finnst ekki óeðlilegt að ráðherrar fái ákveðið svigrúm til þess að útlista eigin áherslur eins og Björgvin G hef gert ágætlega og alveg án þess að samstarfsflokknum þurfi að finnast óþægilegt.

Hér um þrennt að ræða. Hugsanlega vill Össur í samráði við Ingibjörgu sá efasemdarfræjum sem á endanum eyðileggja traustið milli flokkanna. Eða það sem er enn líklegra og það er að honum myndi kannski ekki mislíka það mjög að þessi tilraun hennar til að vinna með sjálfstæðismönnum mistækist. Kannski bærist enn formaður með Össuri.

Og svo hitt að hann sé að klaufast. Hef áður lýst því að ég legg allan lífeyrissparnað minn undir á að þannig liggi ekki í þessu. Hann er spunameistari góður, að eigin sögn.

Það sem þó er verst í þessu er kannski ef Össur ætlar að fara illa með fínt fólk eins og Geir Haarde sem virðist trúa og treysta á skynsemi og full heilindi samstarfsmanna frekar en harðann aga og frekju. Hann er sjálfur orðvar maður og kurteis og kann þá mögnuðu list að gera ágreining við sitt fólk og aðra án þess að ganga um meiðandi með stóryrði.

Þar getur félagi Össur lært eitt og annað.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur