Færslur fyrir janúar, 2008

Fimmtudagur 31.01 2008 - 22:17

Hvað eru eðlileg laun?

Það væri synd að segja að forstjórar Glitnis væru vanhaldnir í launum og bónusum. Græðgi og spilling kemur upp í hugann. En ég veit ekki við hvern er að sakast beinlínis. Er einhver að svindla? VG mun halda því fram að þetta sé afleiðing einkavæðingar bankanna. Þar á bæ er söknuður eftir ríkisreknu spillingunni sár. […]

Fimmtudagur 31.01 2008 - 21:40

Landsliðsþjálfari í handbolta.

Nú þarf að finna landsliðsþjálfara í handbolta. Ég verð að hafa skoðun á því. Fjorir eru helst nefndir. Geir Sveinsson,Dagur Sigurðsson, Aron Kristjánsson og svo útlendingur. Frambærilegt allt saman. Margir veðja á Geir. Hann hlýtur að vera augljós kostur. Frábær ferill og einn magnaðasti leiðtogi sem við höfum átt. Ég er samt ekki sannfærður. Hann […]

Fimmtudagur 31.01 2008 - 10:25

Hver er sætastur?

Fegurðarsamkeppnir eru grafalvarlegt mál. Hávísindalegar og endanlegur dómur um fegurð, hið ytra allavega. Sigur í svona samkeppni getur rutt brautina hefði maður haldið. Eitt sinn fegurðardrottning ávallt fegurðardrottning. Eða fegurðarprins kannski. Mér vitanleg hefur engin stúlka verið svipt titlinum til þessa en Óli Geir varð fyrir því. Ekki vegna þess að hann hafi ófríkkað eftir […]

Fimmtudagur 31.01 2008 - 08:53

Bankar.

Í starfi mínu hitti ég oft bankamenn. Þeir eru eðli málsins samkvæmt ólíkir, þannig séð. Samt eitthvað svo líkir. Einsleit hjörð. Öndvegismenn allt saman. Bankarnir eru eins og þjóðin sjálf, ferlega óstöðugir. Sem er verra. Þeir ættu að vera mjög stöðugir. Sjá hluti fyrir og haga seglum eftir vindi og þá helst til lengri tíma […]

Miðvikudagur 30.01 2008 - 12:04

Byrgið.

Var að enda við horfa á kompás. Umfjöllunarefnið; byrgismálið frá ýmsum hliðum. þvílík hörmungarsaga. Nenni ekki að tala um Guðmund. Það hafa allir sömu skoðun á honum. Áhugaverðara er að tala um „kerfið“ okkar. Hvernig getur staðið á því að fólk heldur því fram að þrátt fyrir áform um að koma fórnarlömbum til aðstoðar þá […]

Þriðjudagur 29.01 2008 - 21:43

Ráðist á garðinn.

Þá er Óskar Bergsson mættur til leiks. Og ræðst á garðinn þar sem hann er lægstur. Hann er sumsé að tuða yfir því að borgin kaupi húsræflana á laugaveginum. Ég hélt að enginn sem tilheyrði gamla meirihlutanum ætlaði sér að ræða þetta mál. Þetta ekkisens klúður fékk nýji meirihlutinn í arf. Ef törfusamtökin hefðu ekki […]

Þriðjudagur 29.01 2008 - 09:00

Hvenær er nóg að gert?

Ég er varla mikið betri en aðrir með það að verja út í eitt það sem mér dettur í hug að gera að skoðunum mínum. Miklu auðveldara virðist að gera það heldur en að sjá að sér. Þess vegna held ég ótrauður áfram. Enginn vafi er í mínum huga að sagan mun fara ófögrum orðum […]

Mánudagur 28.01 2008 - 12:13

Þórunn umhverfis.

Ég hef verið að bíða eftir því að Þórunn umhverfisráðherra fari að láta að sér kveða. Hún og Geir virðast ekki sammála um neitt. Held reyndar að fáir menn kunni eins vel að meðhöndla svoleiðis í samstarfi en Geir. Og það mun örugglega reyna á þessa hæfileika hans á kjörtímabilinu. Hún er nefnilega fyrsti alvöru […]

Mánudagur 28.01 2008 - 10:25

Fýlukast.

Hvenær skyldi fýlukastið ná hámarki? Fúllyndið lekur af vinstri mönnum. Gamlir kommar skríða undan og kalt stríð skollið á. Í þeirra hugum. Blóðið ekki runnið svona ótt í mörg ár. Allt vegna þess að Dagur og félagar klúðruðu borginni. Og átta fulltrúar ráða en sjö ekki. Hvenær skyldi reiðin beinast að Degi? Af hverju gat […]

Sunnudagur 27.01 2008 - 23:56

Þrískipting valds.

Ólafur Páll heimspekingur fékk alltof lítinn tíma til þess að ræða þrískiptingu valds í silfrinu í dag. Ég hef verið með þetta á heilanum síðan ég heyrði Vilmund ræða þessi mál fyrir 1000 árum eða svo. Það á ekki að vera umsemjanlegt að vald á að vera þrískipt hér. það fæst af einhverjum ástæðum ekki […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur