Mánudagur 03.03.2008 - 14:41 - 1 ummæli

Rassía.

Ég er ekki einn af þeim sem vill að fangelsi séu dýflyssur. Hlekkir og myrk herbergi. Mér finnst að fangelsi eigi að vera manneskjuleg. Hefndin gerir ekkert fyrir mig. Betrun hljómar betur og á að vera meginstefið þegar menn eru fangelsaðir ef ég þekki rétt.

Margir hafa þær hugmyndir að litla hraun sé hálfgert hótel. Þar séu menn í fótbolta og tölvuleikjum á milli þess sem menn slaka á í heitum pottum og stunda steralyftingar. Hef sem betur fer ekki gist þetta hótel en finnst sjálfum að frelsissviptingin sjálf sé aðalrefsingin. Til mikils er að vinna að menn komi skárri út en þegar þeir fóru inn.

Margrét Frímannsdóttir er nýtekin við sem stjóri þar. Fáir geta efast um að hún er réttur maður á réttum stað. Nú tókst henni að gera allt vitlaust í samfélagi fanga þegar gerð var rassía á gangi einum í leit að fíkniefnum. Hef ekki skoðun á því í smáatriðum hvernig staðið var að því en treysti því að ef farið hefur verið yfir strikið í umgengi við fanga verði slíkt greint og ekki endurtekið.

Hitt er öndvegis að reyna að reka það slyðruorð af litla hrauni að hvergi sé auðveldara að ánetjast fíkniefnum en þar. Okkur sem hefur fram til þessa tekist að rata meðalveginn þrönga gengur bölvanlega að skilja hvers vegna sögur um stanslausa neyslu fíkniefna berast úr fangelsinu.

Er þetta svona flókið og stórt samfélag? Eru sögurnar kannski ekki nákvæmar? Veit ekki en fagna því eindregið ef nú á að gera skurk í málinu því gersamlega hlýtur að vera vonlaust að ætlast til að betrun muni eiga ssér stað ef neysla heldur áfram þarna inni eins og ekkert hafi í skorist.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Vandmeðfarið að leita á öllum sem koma þangað til að heimsækja fangana…ótrúlega margir felustaður á einni manneskju og þangað koma mömmur, pabbar, afar og ömmur….osfrvGet ímyndað mér að það sé viðkvæmt og vandmeðfarið mál að ákveða að allir sem þangað koma skuli þurfa að gangastu undir niðurlægjandi líkamsleit.Harkaleg upplifum fyrir fólk sem hefur ekkert til saka unnið annað að eiga ástvin og/eða fjölskyldumeðlim í fangelsi H

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur