Miðvikudagur 02.04.2008 - 19:33 - 2 ummæli

Mótmælaofbeldi.

Jæja, þá er nýjasta afbrigðið af mótmælaofbeldi í algeymingi. Nú eru það atvinnubílstjórar sem sáu sér leik á borði þegar þeir vildu mótmæla skerðingu á ýmsum sérkjörum er snúa að þeim og hófu að andæfa háu bensínverði og slepptu hinu. Stórsnjallt, þannig séð.

Hver vill ekki borga minna fyrir bensíndropann? Málstaðurinn almennt talinn góður og þess vegna sættir meginþorrinn sig við að lög séu sniðgengin. Lögreglan allt í einu hætt að sekta fólk fyrir umferðalagabrot. Hver ákveður það og á hvaða forsendum væri gaman að vita.

Hér skiptir að sjálfsögðu engu hvort málstaðurinn sem barist er fyrir er góður eða slæmur. Lögbrot eins og að stöðva umferð skipulega er ofbeldi og á ekkert skylt við mótmæli. Mótmæli þurfa alls ekki að innihalda ofbeldi gagnvart þriðja aðila til að telast marktæk og sterk.

Þetta gætu allt eins verið Pólverjar að andæfa hugsanlegum fordómum í sinn garð. Yrði það látið viðgangast? Svarið er nei og það er ekki vegna þess að Pólverjar geti ekki haft eitthvað til síns máls. Það er vegna grundvallaratriða í okkar stjórnskipan.

Lýðskrumarar á þingi og víðar skríða nú út úr skúmaskotum sínum og vilja ná sér í hræódýrar vinsældir. Engin stýrivaxtahækkun getur bjargað hruni þess liðs. Mótmælum ef við teljum ástæðu til en ekki með ofbeldi. Íslenska ríkið tekur minna af bensíndropanum en víða annarsstaðar og það vita þingmenn og margir fleiri sem hafa ekki haft nokkurn áhuga á að hreyfa við fyrirkomulagi.

Ég mótmæli þessari aðferð og hef heyrt af því að hópur óánægðra smábíla eigenda hyggist leggja bílum sínum þannig einhvern næstu morgna að helstu talsmenn þessara aðgerða komist ekki til vinnu sínnar og lögbrota fyrr en smábílaeigendum finnst nóg komið.

Ég er ekki meðmæltur því heldur en sýnist þó að meginþorri þjóðarinnar vilji hreint endilega koma upp þannig alsherjarreglu hér að nauðsyn brjóti hiklaust lög bara ef málstaðurinn hefur nógu marga meðmælendur.

Og hver á að ákveða hvað er góður málsstaður?

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anonymous

    Vá, þessi færsla er svo full af vittleysu að það er ekki fyndið… td. „Og hver á að ákveða hvað er góður málsstaður?“Halló.. Auðvitað ákveðum við alltaf hvort einhver málstaður sé góður eða slæmur. Það eru margir ósammála þessum aðgerðum, þó það réttlæti þær ekki. Enda er ekki verið að sækjast eftir því hvort þú sért sáttur eða ekki. Fólki sem er að mótmæla er ekki sátt. Hef á tilfinningunni að þú sért íhaldssamur Sjálfstæðismaður sem þoli ekkert verr en fólk sem fær nóg af ofríki framkvæmdavaldsins. Þótt fólk klappi, púi eða stoppi umferð tímabundið, þá myndi það teljast sem eðlilegra mannréttinda og algjörlega innan ásættanlegs framferðis, víðast hvar í hinum vestræna heimi.

  • Anonymous

    Gjörsamlega sammál þér Röggi, enda eru þessir menn að mótmæla röngum hlut á röngum stað á röngum forsendum. Ríkið á minnst af þessum álögum enda er vsk óbreyttur frá upphafi og olíugjaldið er föst krónutala sem sveiflast ekki með dyntum olíufélaganna. Verðmyndunin er frekar hjá OPEC og olífélögunum. Ég ræð ekki heimsmarkaðsverði á olíu eða álögum olíufélaganna, hversvegna þá að tefja mig dag eftir dag meðan bílstjórarnir fá í nefið hjá löggunni. Olífélögin áttu milljón lítra eða svo á tönkum áður en allt fór til fjandans en samt hækkaði allt. Þetta er ekki hækkun í hafi, þetta er hækkun á lager. Og svo kom plebbafélagið 4×4 og mótmælti bensínverði á Austurvelli og hneykslaðist á að fá ekki að keyra upp að Alþingishúsinu. Og forsvarsmaður þeirra opinberaði snilli sína þegar hann svaraði spuriningu um hvort hann væri ekki betur settur á bíl sem eyddi minna þar sem honum fyndist verðið svona hátt, og hvort þetta væri ekki óþarfa bruðl að vera á pikkupp: „Jah… Er ekki líka bara bruðl að skreppa til Köben?“ Jú það getur verið það, en var verið að tala um það?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur