Föstudagur 18.04.2008 - 11:26 - 1 ummæli

Hvert fer hæfasta fólkið?

Gamla klisjan segir að besta fólkið vinni ekki hjá hinu opinbera. Það hljómar ekki nógu vel fyrir allt það fína fólk sem vinnur þar. Allt um það, margir trúa þessu.

Bestu skólar heimsins eru ekki ríkisreknir né heldur öflugustu sjúkarhúsin. Ekki endilega vegna þess að þar vinni vont fólk heldur miklu frekar vegna þess að opinberir aðilar eru að mínu viti vondir vinnuveitendur, oft. Eru ekki samkeppnisfærir í launum og kjörum almennt.

Þess vegna vinna „allir “ hjá bönkum núna. þar er vel gert við fólk í flestu og sóst eftir hæfileikamesta fólkinu, stundum með bægslagangi og yfirboðum. Þau fyrirtæki sem dragst aftur úr og keppa ekki verða einfaldlega að sætta sig við það sem af gengur. Lögmál markaðarins.

Getur verið að þetta sé farið að hafa verulega áhrif á það hvaða fólk gefur sig að stjórnmálum? Fáum við kannski ekki lengur hæft fólk til að vinna þau störf. Hefði Davíð kannski orðið lögfræðingur kaupþings ef hann væri að hefja störf núna?

Þurfum við ekki að gera eitthvað til þess að gera þessi mikilvægustu störf landsins eftirsóknarverð fyrir okkar besta fólk? Hækka launin til dæmis. Þá fer reyndar af stað kór mikill sem telur að þessi starfsstétt þurfi helst að vera láglauna.

Hér á landi gæti forsætisráðherra verið messagutti hjá hinum og þessum millistjórnendum í bönkunum.

það er brandari.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Rögnvaldur! Ertu þá að meina að við eigum að láta fjármagnsfyrirtækin, sem að öllu jöfnu borga hæstu launinn, setja línurnar í launum t.d forsætisráðherra? Eru ofurlaunin þar góð til viðmiðun fyrir ríkisstarfsmenn?Persónulega hefði mér verið sama þó Davíð hefði gegnt starfi lögfræðings KaupþingsKv H

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur