Færslur fyrir maí, 2008

Þriðjudagur 13.05 2008 - 13:28

Júróvesenæði.

Nú brestur á júróvesen æði. Vorboðinn ljúfi, árvisst partýstand og að líkindum brostnar vonir bókaþjóðarnnar sem lætur eins og hér sé um heimsmeistarakeppni í eðlisfræði að ræða. Eftir að hin fjölmörgu nýfrjálsu austur evrópsku lönd með dósadiskóið sitt tóku þessa keppni yfir höfum við átt erfitt uppdráttar. það höfum við kallað einu nafni mafíustarfsemi. Sérkennileg […]

Föstudagur 09.05 2008 - 10:49

Útúrsnúningar borgarstjóra.

Ég „sá“ magnað augnablik í útvarpinu í bílnum mínum í gær. þar sat Ólafur borgarstjóri fyrir svörum hjá Sölva sjónvarpsstjórnu á stöð 2. Umræðuefnið ráðning stuðboltans Jakobs Frímanns. Sölvi og Ólafur virtust þarna vera frá sitthvorri plánetunni. Virkuðu eins og þráhyggjusjúklingar í alvarlegu kasti. Sölvi með sannleikann og réttlætið að vopni spurði sömu spurningarinnar 36 […]

Fimmtudagur 08.05 2008 - 09:44

Hvað kostar að aka of hratt?

Minnir að ég hafi lesið það einn daginn haft eftir afbrotafræðingi að hertar refsingar hefðu ekki fælingaráhrif. Þá hlýtur það að vera rétt. Kannski er forhertum glæpamanninum í raun slétt sama hvort refsingin við glæpnum hljóðar uppá eitt ár eða tæp tvö. Atvinnumennskan er líklega öðruvísi hvað þetta varðar. Ég er að hugsa um refsingarnar […]

Miðvikudagur 07.05 2008 - 16:05

Hvenær má segja fólki upp störfum?

Hvenær má segja fólki upp störfum? Og hvernig á þá að standa að því? HB grandi sagði upp fólki og sumum þykir það nánast eiga að vera ólöglegt en til vara að fullnægjandi skýringar skulu fylgja uppsögninni. Hvaða skýringar teljast svo fullnægjandi er látið liggja milli hluta. Vinnuveitendur eru vont fólk. Fólk sem gerir sér […]

Miðvikudagur 07.05 2008 - 08:49

Meira fé til íþrótta.

Ég varð þess heiðurs njótandi að fara ásamt fríðum hópi á NM ungmenna í í körfubolta í svíþjóð um daginn. Fjórir dómarar og fjögur lið. Frábær ferð í alla staði og það verður seint logið upp á svía að þeir kunna að skipuleggja viðburði af þessu tagi. Þeir sem vilja verðleggja árangur af svona ferðum […]

Miðvikudagur 07.05 2008 - 00:15

Heftandi útgangspunktar.

Það er eins og við manninn mælt. Nú spretta fram menn sem hafa kallað úlfur úlfur í hvert einasta skipti sem stjórnvöld hafa gert nokkurn skapaðann hlut síðustu tvo áratugina liggur mér við að segja. Ég vissi það hrópa menn í taumlausri gleði liggur mér við að segja yfir eigin visku. Tækifærismennska oft segi ég. […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur