Mánudagur 07.07.2008 - 12:07 - 3 ummæli

Ruglið í Johnsen.

Ég hef áður skrifað um Árna Johnsen. Ég hef ekki minnsta grun um hvernig honum hefur ítrekað tekist að syngja sig inná kjósendur í sínu kjördæmi. Eitthvað hlýtur hann að hafa til brunns að bera því kjósendur geta ekki haft svona herfilega rangt fyrir sér, eða hvað?

Með góðum vilja má þó greina að honum er ekki alls varnað. Er greinilega ástríðumaður í þvi sem hann tekur sér fyrir hendur. Það gengur víst vel undan karlinum. Óheflaður alþýðumaður og það selur alltaf eitthvað. Skrifar oft magnaðar minningargreinar, Sérlundaður tappi með skemmtilegan orðaforða og ömurlega söngrödd.

Kannski þurfum við eitt svona eintak á þing. Kann að vera þó mér finnst það ekki. Hann er líka stundum blaðamaður þó mér sýnist reyndar að hann sé eiginlega hvorki blaðamaður né þingmaður. Hann er samt allsstaðar og hvergi. Skiptir eiginlega bara engu máli blessaður.

Hef sjálfur ekki hugmynd um fyrir hvað hann stendur pólitískt. Hann veit það væntanlega ekki sjálfur. Hentistefna og sérhagsmunapot kemst næst því eins og ég sé þetta. Hann blæs upp af og til ef honum mislíkar eitthvað en annars virðist hann ekki hafa neitt fram að færa. Hver einasti dagur sem hann opnar ekki munninn er gæfudagur fyrir okkur sjálfstæðismenn.

Þessi helgi var einmitt ein af þessu ógæfuhelgum þar sem hann Árni opnaði munninn. Þar lét hann vaða á súðum í órökstuddum þvælukenndum fullyrðingum um Baugsmálið. Hann er svo sem ekki einn um þann söng en hann Árni er þingmaður og þar liggur munrinn.

það er grafalvarlegt þegar fulltrúi á löggjafarsamkomu okkar gengur fram með svona fullyrðingar. Dylgjur um óeðlilegan framgang málsins og hugsanlega annarleg afskipti utanaðkomandi eru ekkert léttmeti komandi frá þingmanni, jafnvel þó hann heiti Árni og sé Johnsen og hafi svigrúm vegna þess að allur almenningur lítur á hann sem trúð, í besta falli.

Lýðræðið er skemmtilegt og það skilaði okkur Árna á þing. Við því er ekkert að gera en það verður að gera lágmarks kröfur til hans eins og annarra og því finnst mér að hann skuldi okkur skýringar og upplýsi að fullu hvað hann hefur fyrir sér.

En þá þarf hann að opna ginið aftur og eins og áður er getið þá endar slíkt að líkindum með hörmungum. Kannski sleppur þetta bara því fáir vilja kannast við að vera í liði með manninum.

Maðurinn er á undanþágu…

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Anonymous

    Rosalega eruð þið sjálfstæðismenn viðkvæmir fyrir Baugsmálinu! Endar málfrelsið á Íslandi þegar hann er umræðuefnið??

  • Anonymous

    Það er eins og Árni hafi poppast á þing, hvernig væri nú að fá alla atburðarrásina þeas allt ævintýri sjálfstæðisflokksins í kringum það mál, ekki hálfkveðnar vísur

  • Sjálfstæðismenn kusu Árna Johnsen, þess vegna er hann á þingi. Er ekki flóknara en það.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur