Sunnudagur 26.10.2008 - 12:39 - 6 ummæli

VG.

Fáir velkjast í vafa um það hvar ég er staðsettur í stjórnmálum. það kemur því ekki á óvart að ég finni mig knúinn til þess einn ganginn enn að skrifa um VG.

Forystumenn flokksins fjargviðrast núna út í stjórnvöld sem leggja nótt við dag til að bjarga okkur úr fpraðinu sem bankarnir komu okkur í. Ekkert þykir VG vera nógu gott og tortryggnin ræður algerlega för.

Steingrímur talar eins og við höfum um fjölmarga góða kosti að velja. Hitt nátttröllið, Ögmundur, skammast yfir því að stjórnvöld ætli að skuldsetja ríkissjóð án umboðs!

Ég veit sjálfur ekki hvaða umboð vinstri stjórnir síðustu aldar höfðu til að skuldsetja ríkissjóð en í þeirri stöðu sem nú er upp komin er ekkert annað í stöðunni. Um það eru að ég held allir sammála nema þessi tveir.

Ég var og er á móti, taktíkin þeirra verður til þess að þeir eru algerlega vonlaus valkostur þegar kemur að því að raða saman ríkisstjórnum. Þeir hafa alltaf hreina samvisku enda gerir þessi flokkur í raun ekkert. Annað en að vera á móti.

Til þess að VG verði valkostur þarf flokkurinn að losa sig við Steingrím og Ögmund úr forsvari. VG á nefnilega þrælefnilegan varaformann sem gæti fært flokkinn eitthvað inn í nútímann.

Þá verður kannski hægt að líta VG. Í dag er er þeir óravegu frá að vera nothæfur flokkur.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Finnst þér skrýtið að stjórnmálamenn sem komu landinu á kaldan klaka sé ekki sjálfkrafa treyst til að bjarga málunum?

  • Anonymous

    „Forystumenn flokksins fjargviðrast núna út í stjórnvöld sem leggja nótt við dag til að bjarga okkur úr fpraðinu sem bankarnir komu okkur í.“Alltaf jafn ferkantaður, „sem bankarnir komu okkur í“Þú virðist alltaf eiga svo gott með að gleyma ábyrgð „félaga“ þinna í þessu vandamáli þjóðarinnar.Steini

  • Vá, þetta var alveg vonlaus pistill.En haltu endilega áfram að verja og kjósa þá sem eru að gera þig gjaldþrota.

  • Anonymous

    Sjálfstæðisflokkurinn er skipulögð glæpsamtök Árni Johnsen er líklega heiðarlegasti þingmaðurinn í hópnum!

  • Anonymous

    Röggi LitliTil hversu viltu nota VG? Samstarf í Ríkisstjórn? Ha, ha haÞið eigið engan kost annan en þann að starfa með (ef hann umber ykkur) langstærsta flokki landsins Samfylkingunni sem vill ESB aðilarviðræður strax og upptöku Evru, líkt og yfir 70% af þjóðinni.Hvað lærðir þú eiginlega? Ertu kannski bara útskrifaður úr Sjálfstæðisskólanum í Valhöll?

  • Anonymous

    P.S. Maður notar hvorki fólk né flokka, Röggi Litli, heldur starfar maður með þeim….Þú verður að fara skilja þetta.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur