Færslur fyrir nóvember, 2008

Föstudagur 21.11 2008 - 10:55

Dómgreindin hans Ólafs.

það er svo sem ekki nýtt að dómgreindin og eðlið svíki Ólaf Ragnar. Allur hans pólitíski ferill, sem enn stendur yfir, er meira og minna markaður því að karlinn tapar dómgreind reglubundið. Nú situr hann á Bessastöðum og hefur gersamlega einangrast frá þjóð sinni eins og vinir hans útrásavíkingarnir. Hann sleikti þá og kjassaði seint […]

Miðvikudagur 19.11 2008 - 12:01

Flottur forstjóri Landspítala.

Nú er fyrirsjáanlegur niðurskurður sem mun ná til allra með einum eða öðrum hætti. Ríkið verður líka að spara og þá byrjar venjulega mikill harmagrátur. Á sumum sviðum er sparnaður erfiðari en öðrum eins og gengur. Í heilbrigðskerfinu hefur öllum sparnaðar og hagræðingartillögum verið tekið mjög illa. Forstjórar hafa farið mikinn venjulega og talið sparnað […]

Þriðjudagur 18.11 2008 - 12:55

Frammistaða fjölmiðla.

Góðir menn héldu fund á NASA í gær. Þar var rætt um frammistöðu fjölmiðla undanfarið. Var ekki á staðnum en fékk sérvalið úrtak í fréttum áðan. Þar kenndi ýmissa grasa. Auðvitað er hverjum manni ljóst að fjölmiðlar hafa brugðist. Flestir virðast hafa áhyggjur af því að stjórnvöldum hafi ekki verið veitt nægilegt aðhald. Eflaust má […]

Mánudagur 17.11 2008 - 14:11

Skúrkarnir sleppa.

Egill Helgason setti fram þá kenningu að Hanesi Smárasyni hafi hugsanlega verið umbunað fyrir að taka að sér að verða blóraböggull þeirra útrásarvíkinga. Eitt er víst að hvort sem það var gert með samþykki Hannesar eður ei að þá hefur tekist að gera hann að holdgervingi spillingar. Og hann á allt skilið sem um hann […]

Mánudagur 17.11 2008 - 13:10

Enn og aftur um Steingrím….

það er auðvitað að bera í bakkafullan lækinn að skrifa einn ganginn enn um Steingrím J og VG. Mér sýnist í fljótu bragði sem þessu tæplega 30% flokkur, ef marka má skoðanakannanir, sé að mestu algerlega liðónýtur þegar kemur að því að stunda stjórnsýslu. Enn tuður æðstipresturinn yfir því að yfirvöld eru að reyna að […]

Fimmtudagur 13.11 2008 - 15:31

Patentlausn og það strax.

Hann er stór hópurinn sem heldur að ráðamenn okkar séu dusilmenni sem ekkert eru að gera. Enda fjölmiðlar fullir af fólki dag eftir dag sem hefur lausnirnar sem reynast síðan handónýtar við nánari skoðun. Iss þetta er ekkert mál. Fáum bara peninga hjá gjaldeyrissjóðnum og málið reddast. Nú eða Rússum eða jafnvel Kínverjum. Norðurlandaþjóðirnar láta […]

Þriðjudagur 11.11 2008 - 20:30

Gjaldeyrinn heim.

Okkur vantar gjaldeyri. Og það snarlega því ef ég hef trausta heimildarmenn þá er gjaldeyrir seðlabankans hreinlega að verða uppurinn. Varla þarf að ræða hvað það þýðir ef rétt reynist. Á meðan sitja útgerðarmenn og fleiri á gjaldeyri sínum erlendis og koma ekki með hann heim. Þrýstingur á að menn sýni ábyrgð og komi með […]

Mánudagur 10.11 2008 - 13:08

Er ESB með ofbeldi í okkar garð?

Nú les maður að ráðherrar ESB séu að reyna að kúga smáþjóðina til að borga skuldir einkafyrirtækja í löndum ESB. Reglur ESB gerður reyndar ekkert til að koma neinum böndum á bankana eins og við vitum öll. Bretar og Hollendingar virðast vera með gjaldeyrissjóðinn í skrúfstykki. Stórþjóðirnar hika ekki við blanda málum sínum saman við […]

Mánudagur 10.11 2008 - 11:35

Eru stjórnvöld alltaf heimsk?

Það er þetta með eðli hlutanna. Liggur það bara í eðli hlutanna að hagfræðingar sem vinna hjá seðlabankanum séu að jafnaði á annarri skoðun en aðrir hagfræðingar? Man varla eftir öðru en að hagfræðingum bankans hafi verið mótmælt hátt og snjallt áratugum saman af hagsmunaaðilum. Fjölmiðlar eru stútfullir af hagfræðingum og öðrum sérfræðingum sem fullyrða […]

Sunnudagur 09.11 2008 - 12:10

Ekki kenna veginum um.

það er gaman að hlusta á Jón Baldvin. Skeleggur og fluggáfaður. Talar af ástríðu og langoftast virkar hann mjög sannfærandi. Við erum þó að jafnaði ekki sömu skoðunar… Hann var í útvarpinu í morgun að verja samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og þær reglur sem þar gilda en þær reglur eru einmitt reglurnar okkar. Frelsi í […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur