Færslur fyrir desember, 2008

Mánudagur 29.12 2008 - 10:25

Ekki mér að kenna…

Í grein í mogganum talar hann um skuldir og eignir. Hann talar um eigið fé. Prósentuhlutföll og pólitík. Vaxtaberandi skuldir eignarhaldsfélaga eða voru það fjárfestingafélög? Hagnað og tap og langtíma eða skammtíma hitt eða þetta. Hann var að gera þetta allt fyrir okkur svo við hefðum vinnu. Selja sjálfum sér og sínum aftur og aftur […]

Mánudagur 22.12 2008 - 20:14

Eru allir að tala um mútugreiðslur?

það er ekki ofsögum sagt að fjölmiðlar eigi undir högg að sækja nú um stundir. Eigendahollir eins og áður og nú er mómentið þannig að full þörf er á að vanda sig. Virðingin fyrir þessum stofnunum á undanhaldi enda fagmennska á stundum aukaatriði. Ísland í dag er merkilegur þáttur. Þar hafa verið nokkur gersamlega fáránleg […]

Föstudagur 19.12 2008 - 19:48

Hagar fá sekt.

það er ekki nýtt að Jóhannes stórkaupmaður í Bónus telji sig vera góða kallinn. Samkeppniseftirlitið hefur nú sektað Haga um fleiri hundruð milljónir fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Þó fyrr hefði verið segi ég. Hann telur sig starfa í þágu viðskiptavina sinna. Þeir hafi byggt upp stórveldið eins og hann orðar það í sjónvarpi […]

Þriðjudagur 16.12 2008 - 23:46

Tryggð við eigendur eina boðorðið.

Hvað getur maður skrifað um Reyni Traustason? Þessi maður sem hefur farið mikinn og hvergi dregið af sér í því að draga menn í svaðið þegar honum og hans vinnuveitendum hefur hentað. Stóryrðin ekki spöruð og gjarnan talað um siðferði og ábyrgð. Svo þegar endanlega sannast að Reynir er algerlega óhæfur og siðlaus þjónn eigenda […]

Mánudagur 15.12 2008 - 23:15

Ónýtt vörumerki, DV

Magnað að sjá blaðamanninn fyrrverandi í kastljósi í kvöld, af mörgum ástæðum. Framburður hans og upptaka af samtali hans við Reyni Traustason staðfestir auðvitað hvurslags rugl er í rekstri blaðs eins og DV. Alveg ótrúlegt að hlusta á kappann reyna að telja blaðamanninum trú um að fréttin sem hann skrifaðii um Sigurjón bankastjóra hafi verið […]

Mánudagur 15.12 2008 - 12:51

Illugi Gunnarsson og þrískipting valds.

Illugi Gunnarsson er flottur þingmaður. Málefnalalegur en þó fastur á sínu. Það er yfir honum pólitísk ró og yfirvegun og hann virkar traustur. Og nú undir það síðasta, kjarkmikill. það þarf kannski ekki mikinn kjark til að segjast hneigjast til ESB eins vinsælt og það er í dag. En það sem hann segir um að […]

Mánudagur 15.12 2008 - 10:36

Og augun eru að opnast…

Illugi Jökulsson fer mikinn núna og heimtar skýringar á því að ritstjóri DV skuli láta menn út í bæ hafa áhrif á það hvað fer í blaðið. þetta kemur Illuga á óvart sýnist mér. Það er stórmerkilegt alveg. þetta kemur mér ekki á óvart enda fyrir löngu orðið ljóst að Reynir Traustason er kjölturakki eigenda […]

Miðvikudagur 10.12 2008 - 09:33

Fréttablaðið í vörn.

Nánast sorglegt að sjá hvernig rítstjórar Fréttablaðsins reyna að telja okkur trú um að engu skipti hver borgar þeim kaup. Blindur maður sér að aðalfréttin er hvernig ekki er skrifað í þetta annars fína blað. Engu skiptir hvort um er að ræða fréttstjóra stöðvar 2 eða fréttablaðsins. Alltaf er hlaupið til þegar eigandinn þarf að […]

Mánudagur 08.12 2008 - 10:23

Hagfræði Jóns Danielssonar.

Jón Daníelsson var í silfri Egils í gær. Sprenglærður hagfræðingur og viðurkenndur. Áheyrilegur og sannfærandi. Og ferkanntaður…. Hann talar um að betra væri að borga ekki Icesave reikningana og ekki sé skynsamlegt að taka lán hjá IMF. Út frá hvaða forsendum talar maðurinn? Er það betra fyrir okkur sem þjóð til framtíðar í ljósi þess […]

Laugardagur 06.12 2008 - 10:59

Davíð yfir strikið.

Nú er komið að því að Davíð verður að hætta í Seðlabankanum. Trúnaðarbrestur milli hans og ríkisstjórnar er orðinn svo mikill og opinber að ekki verður við unað. Það er endapunktur að mínu mati. Lengi hélt hann sjó. Lét ekki hafa sig út í hanaat í fjölmiðlum. Bankinn stóð fastur á sínu þrátt fyrir stanslausa […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur