Mánudagur 23.02.2009 - 16:10 - 2 ummæli

Stjórnin á bláþræði.

Þeir verða varla margir dagarnir enn í lífi þessarar ríkisstjórnar sem nú situr. Þreytan nú þegar orðin yfirþyrmandi og samstarfið við Framsókn lamað. Þriggja flokka stjórnir hafa aldrei virkað og það breytist ekki þó einn flokkurinn vilji ekki hafa nein ráðuneyti.

Framsókn hefur lært það á undraskömmum tíma að Samfylkingu er ekki treystandi. Myndun þessarar stjórnar var auðvitað ekkert annað en fersk byrjun á kosningabaráttu flokks sem var kominn í gersamlega vonlausa stöðu.

Mig grunar að reynslulaus forysta Framsóknar hafi lengi vel trúað því að hún væri að fara í alvöru vinnu okkur öllum til heilla. Það hefur reynst misskilningur og nú situr flokkurinn pikkfastur í gildrunni og getur illa búið sér til vinningsstöðu.

Heppni Samfylkingar ríður ekki við einteyming því Framsókn fór fram á að frumvarp um seðlabankann yrði vel og faglega unnið. Eins og allir vita snýst hamingja okkar nú um að koma Davíð út úr bankanum hvað sem það kostar og annað skiptir minna máli. Þetta er hiklaust túlkað á versta veg fyrir Framsókn og þeir sem ganga lengst tala um að flokkurinn sé að slá skjaldborg um Davíð. Klækjameistarar flokksins hefðu ekki smíðað betri atburðarás.

Uppgjöfin er alger og bjargráðin stóru hvergi sjáanleg og því kannski bara sniðugt að nota seðlabankatylliástæðuna aftur og vona að þjóðin gleypi hrátt eins og síðast. það væri magnað afrek hjá Samfylkingu að gefast upp á samstarfi við alla flokka landsins á nokkrum vikum.

Núna sitja menn sveittir við að finna trúverðuga leið út úr þessu ónýta samtarfi sem virðist ekki snúast um neitt nema seðlabankann. Á meðan Róm brennur og lausnir til handa heimilum og vinnstöðum sem okkur var lofað finnast ekki dunda vinstri flokkarnir sér við að kreista síðustu atkvæðin út úr andúðinni á Davíð.

það kann að vera skemmtileg vinna en skilar þjóðinni akkúrat engu núna. Þess vegna sitja færustu menn vinstri flokkanna nú næturlangt við og leita hentugra leiða til að hætta þessu samstarfi með sem minnstum tilkostnaði. Ég spái því að þeirri vinnu sé að ljúka…

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anonymous

    Guðmundur GunnarssonEr ég einn um að gruna að þetta Davíðs hatur og sirkúskúnstir Samylkingarinnar í bankastjóra málinu, er farið að hafa þver öfug áhrif en ætlast var til af almenningi?Því meiri tími sem líður í þennan skrípaleik sem nýtist ekki til einhveja verka sem skipta þjóðina verulegu máli, því vonlausari lítur stjórnin út, sem varla var á bætandi.Og á sama tíma koma nýjar og nýjar upplýsingar upp á yfirborðið sem sýna og sanna að „vondi“ kallinn Dabbi í Seðlabankanum er nánast sá eini sem eitthvað reyndi til að stoppa ræningjagengið, fjölmiðlana á vegum þeirra og spillingarflokk sem virðist vera enn ein fjárfesting Jóns Ásgeirs, sem að vísu umfram allar aðrar hefur gefið heldur betur vel af sér hvað hans myrkraverk varðar.Geymt en örugglega ekki gleymt hjá þjóðinni sem var svikin af honum og flokknum hans.

  • Og á meðan er Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu og eina sem þeir gera er að rífast um hvað stóð í bréfinu frá AGS sem reyndist svo allt vera rétt hjá Jóhönnu. Hvað fór mikill tími í að þræta um það? Það voru auðvitað mjög góðar lausnir á núverandi vandamálum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur