Miðvikudagur 25.02.2009 - 08:28 - 13 ummæli

Hvað sagði Davíð?

það má nánast heyra saumnál detta þennan morgun á bloggi okkar eyjufólks. Fólk sem hefur hamast á Davíð, sumt árum saman, virðist ekki vera búið að melta það sem hann var að segja í gær. Ég held að margir trúi því sem hann sagði. Ekkert af þvi sem hann hafði fram að færa var hrakið af spyrlinum sem virtist þegar leið á viðtalið vera meira og minna grunlaus og úti á þekju. Er nema von?

Hann var knúinn af umræðu síðustu missera og ekki síst síðustu mánaða. Þeir sem hafa masterað áróðurinn gegn persónunni Davíð hafa verið þeir sem áttu mest undir því að athyglin beindist ekki að þeim sjálfum. Nefnilega eigendur bankanna og fjölmiðlanna með fulltingi Samfylkingarinnar. Mánuðum saman hefur fjömiðlum í eigu Jóns Ásgeirs verið beitt alveg grímulaust. Reynir Traustason er niðurgreiddur hvern einasta útgáfudag DV með lánsfé frá okkur sjálfum sem við þurfum svo væntanlega að borga.

Hvað sagði Davíð? Hann fullyrti að bankinn hefði gert rétt allan tímann og komið upplýsingum til stjórnvalda. Þetta hlýtur að verða kannað enda alveg örugglega hægur vandi sé til þess pólitískur vilji. Stjörnvöld hafi svo verið blekkt út í eitt af lýðnum sem átti bankana. Allt þetta verður að skoða af sanngirni og heiðarleika.

Fái Samfylkingin og auðmenn endalaust að drepa málinu á dreif með einelti gegn Davíð er hreint ekki víst að það takist. Merkilegt hvað hagsmunir Baugs og miðla þeirra smellpassa alltaf við málflutning Samfylkingar þegar kemur að umfjöllun um seðlabankann.

Vonandi opnast augu fólks eftir þetta viðtal. Opnast fyrir því að hagsmunir þeirra sem gagnrýna seðlabankann eru kannski annarlegir. Eru eigendur gömlu bankanna trúverðugir í sinum málflutningi spyr ég? Er það fólkið sem viljum láta segja okkur hverjir eru sekir og hverjir ekki?

það er liðið sem keyrði okkur í kaf. Sveik og blekkti árum saman á meðan þjóðinni var haldið í því að hamast á einum af þeim sem reyndi að benda á skömmina. Liðið sem þvældi ýmist óhæfum stjórnmálamönnum eða hreinlega svikulum til og frá. Trúin á illsku Davíðs svo mikil að enginn tók mark á neinu sem þaðan kom.

Er ekki komið að þeim tímapunkti nú að við snúum okkur að því sem er og hefur verið raunverulegt vandamál. Sem er hegðun og framkoma eigenda banka og fjölmiðla hér síðustu árin. Svo geta þeir sem ekki eru alveg blindir velt því fyrir sér í rólegheitum hverjir veðjuðu á réttan hest í þessu og hverjir rangan.

Mig grunar sterklega að sumir hvíði nú meir en nokkru sinni fyrr þeirri naflaskoðun sem hlýtur að fara hér fram þegar eineltinu gegn Davíð lýkur.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Anonymous

    Þú gleymir að nefna margítrekaðar aðvaranir Davíðs til stjórnvalda um yfirvofandi bankahrun. En þau hlustuðu ekki. Ríkisstjórn Geirs fær semsagt falleinkunn frá Davíð.

  • Anonymous

    Vil bara benda á að það er mjög alvarlegt lögbrot að liggja á upplýsingum sem varða heill þjóðarinnar og sjálfstæði hennar. Slíkt flokkast sem landráð og getur varðað fangelsi í allt að 18 ár.Halli

  • Anonymous

    Einelti. Þetta er nú meiri tuggan. Það þá kannski líka bara einelti af hálfu Times sem útnefndi hann einn af helstu sökudólgum efnahagskreppunnar. Þetta er barnaleg umræða á mjög lágu stigi og þér ekki sæmandi.

  • Anonymous

    Hárrétt greining hjá þér Röggi.Og Halli, á meðan að Davíð er í Seðlabankanum er hann bundinn þagnarskyldu. Þess vegna getur hann ekki upplýst þjóðina um hverjar þessar upplýsingar eru.En kannski kærir „þjóðin“ sig ekkert um að vita þetta. Ég er ansi hræddur um að margir séu farnir að kvíða því að að Davíð losni úr Seðlabankanum og segi allt það létta.

  • Anonymous

    Davíð lýgur, Geir líka, þingmenn kunna ekki annað og hvað þá bankamenn og auðmenn. Íslenskir fjölmiðlar ónýtir áratugum saman í vasa eigenda sinna. Hverjum getur þjóðin treyst? Þetta er ömurlegt.

  • Anonymous

    Guðmundur GunnarssonHún er skemmtileg kenning Times netútgáfunni og traust sumra á kenningu þeirra að Davíð væri 25 í röðinni að ábyrgðarmönnum heimskreppunnar.Þótt við erum stórustu monthanar í heimi, þá er mér stórlega til efs að máttur 300.000 manna þjóðar geti undir nokkrum kringumstæðum náð slíkri vigt á heimsvísu, þótt að silfrið í handbolta á Ólimpíuleikunum hafi unnist.Annað er, að það er löngu kominn tími til að kortleggja tengsl Samfylkingunnar við glæpagengið, en flokkshestar fara mikinn og sverja allt af sér í þeim efnum og heimta sannanir um slíkt.

  • Anonymous

    Góður pistill. Var að hlusta á fréttirnar á RUV áðan. Fjögur fyrstu innslögin snérust um DO. Ekkert um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar, ekkert um væntanlega heimsókn IMF til landsins, ekkert um heimskulegustu tillögu síðustu ára frá Framsókn um að þeir sem hafa hagað sér verst í sínum fjármálum skuli hossað mest með skuldaniðurfellingum sem myndu setja þjóðina endanlega á hausinn. Ekkert um þetta.Enn og aftur fór RUV út í að slíta úr samhengi það sem DO hefur verið að segja síðustu 12 mánuðina, klippa búta úr ræðum og viðtölum við hann, snúa út úr og leggja út á versta veg.Til að toppa allan þennan ræfilslega fréttaflutning var svo tekið viðtal við sjálfan yfir gapuxa stjórnmálanna, Össur Skarphéðinsson. Hann snéri út úr eins og honum einum var lagið. Fór að tala um að DO hefði ætlað að láta Glitni hafa 75 milljarða í lán. Maðurinn er ekki með öllum mjalla. Það var DO sem stoppaði þetta lán þegar Jón Ásgeir og co. ætluðu að setja gamla happdrættismiða, bílalán og eitthvert rugl sem veð. Össur ætti að segja af sér. Og taka ORG með sér.Þessi orð DO voru orð í tíma töluð. Vissulega má gagnrýna DO fyrir margt. Eftir 25 ár á toppi stjórnmálanna er ekkert óeðlilegt við það.Það heyrist lítið í búsáhaldaliðinu þessa dagana. Hvar er Hörður Torfa núna? Heyrist lítið í þeim fróma manni. Það er ekkert, nákvæmlega ekkert að gerast í málefnum fólksins í landinu. Engar aðgerðir í gangi. Samt er búið að leggja eggjunum, bareflunum og grjótinu. maður er að verða frekar þreyttur á þessu.

  • Anonymous

    Davíð sagði:að þjóðin væri bæði heimsk og vitlaus og hann væri saklaust fórnarlamb vondar manna og kvenna.Hann sagði ekki að hann hefði einka(vina)vætt bankana… og í raun gefið þá frá ríkinu en með ríkisábyrgð.Davíð gengur ærulaust og rúinn trausti frá bankanum.Það sama gera Sjálfstæðismenn allir núna og þeir munu borga fyrir það í næstu kosningum og einnig kosningunum þar á eftir.

  • Anonymous

    Davíð rústaði Sjálfstæðisflokknum endanlega í Kastljósinu.Hann sagðist vera búinn að vara við þessu síðan 2006 en enginn hlustaði.Geir Haarde, Bjarni Ben og Illugi Guannarsson hlustuðu ekki.Sjálfstæðisflokknum er um að kenna segir Davíð. Ekki mér!Fyndið.Það má vel vera að hluta til rétt að Davíð hafi varað Sjálfstæðisflokkinn sinn við og enginn viljað hlusta. En það breytir því ekki að ábyrgð hans er mikil og hlegið er að íslensku þjóðinn út um allan heim fyrir afglöp hans og vankunnáttu sem marg hefur verið minnt á og ítrekað enn frekar.Davíð fór að lokum með flokkinn sinn gamla á ruslahaugana.

  • Anonymous

    Guðmundur GunnarssonDavíð varaði svo sannarlega við aðsteðjandi vanda. Fyrir tæpum 2 árum varð mikið fjaðrafok í bönkunum og meðal innlendra hagfræðinga og sérfræðinga þegar hann kom með kenningu sem þeir kölluðu “Bjargbrúnskenninguna”.Fluttur var sérstaklega inn Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði Arthur B. Laffer af bönkunum, Jóni Ásgeiri og útrásarmafíunni, sem hélt síðan einhvern reiðilestur þar sem hann hraunaði yfir Davíð og kenninguna hans um að allt væri á leið til andskotans.http://www.dv.is/brennidepill/2007/11/17/osynilegi-foturinn/Ma. stigu á stokk eftirásérfræðingar sem hafað ausið Davíð skít og skömmum að gera svona lítið úr bankakerfinu og útrásarmafíunni.Núna ljúga þessir aðilar því til að þeir hafa alla tíð varað við hvert stefndi og ma. með vikulega þætti í Baugsmiðlum til að níða Davíð og Seðlabankann.Hvers vegna skyldu Baugsmiðlarnir ekki spyrja þá hvers vegna þeir hafi skipt um skoðun eftir hrunið?Hvers vegna Googla fjölmiðlarnir ekki og athuga hvort að lygarnar um að Davíð hafi aldrei varað við ósköpunum eigi við einhver rök að styðjast?Hentar það kannski ekki Samfylkingunni og eigandanum Jóni Ásgeiri?Það virðist fullkomlega vonlaust að hann fái að njóta sannmælis í neinu sem hann gerir. Sennilega er það sammerkt þeim sem standa uppúr meðalmennskunni sem þjóðinn virðist helst sætta sig við í fari stjórnmála og embættismanna.Ef Davíð rústaði Sjálfstæðisflokknum, þá er það eitthvað sem þeir verða að sakast við sjálfa sig, ef og þegar kemur í ljós að hann sagði sannleikann.

  • Anonymous

    Það er rétt hjá Davíð að fólk er „heimskt og vitlaust“ þ.m.t. þú Röggi. Þú ert einn af þeim sem stilla upp Davíð vs. „hinir, eða öfugt. Fólk er heimskt og vitlaust vegna þess að það þarf alltaf að vera með öðrum aðilanum en á móti hinum. Auðvitað á Davíð að vera löngu farinn úr Seðlabankanum og það ´tti að vera búið að frsyta eigur JÁJ og setja hann í varðhald. Báðir eru eins og „svarti-dauði“ fyrir íslenska þjóð – hafa valdið henni ómældum hörmungum. Það sem kemur helst upp í hugann til samanburðar er Hitler og hvað hann gerði fyrir þjóð sína.

  • Anonymous

    Ef orð Davíðs Seðlabankastjóra hefðu verið einhvers virði Þá hefði hlutabréfavísitalan tekið stórar dýfur við hverja viðvörun. Það gerist þar sem stjórnmálamenn eru ekki seðlabankastjórar.Hins vegar hafði þjóðin vanist því að hlusta á gífuryrði frá Davíð stjórnmálamanni. Orð stjórnmálamanna hafa þann eiginleika helstan að reynast markleysa.Hans talsmáti hefur alltaf verið skoðaður í samhengi við fyrri ummæli hans og tilhneygingu til að ýkja.

  • Ha? Er þetta línan: Baugs-útrásin og Samfylking keyrðu okkur í kaf en Davíð reyndi að spyrna við fótum?Ótrúlegt að lesa svona sögufölsun! Hrunið í október var hrun frjálshyggjunnar, skipbrot efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins. Er hægt að neita þessu?!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur