Færslur fyrir október, 2009

Laugardagur 31.10 2009 - 13:56

Slátrun villifjár og fréttamat.

Hún var frábær fréttin í hádegisfréttum ríkisútvarps áðan. Nefnilega fréttin um að ríkisstjórnin hafi tekið fyrir stórmálið um slátrun villifjár sem smalað var af fjalli og fargað af opinberum aðilum. Þarna er um að ræða hvorki fleiri né færri rollur en 15 að talið er og því ekki furða að ríkisstjórnin hafi þurft að taka […]

Föstudagur 30.10 2009 - 13:59

Ætlum við að gefa þeim Haga?

Ég veit að Hagar eru stórt fyrirtæki og það er flókið ferli að taka þá af „eigendunum“. Ég veit líka að sú fjölskylda sem „á“ Haga hefur alltaf haft efni á því að kaupa sér bestu lögfræðinga fáanlega til að sinna sínum málum. Ég hef mjög lengi vitað hvernig þetta fólk vinnur og hagar sér […]

Fimmtudagur 29.10 2009 - 18:36

VG í stríði við verkalýðinn.

Árni Þór einn af æðstuprestum VG ræðst á Gylfa Arnbjörnsson formann ASÍ vegna þess að hann er ekki nógu hlýðinn. Vinstri menn telja sig nefnilega þinglýsta eigendur verkalyðsbaráttunnar og reiðilestur Árna Þórs er ekkert minna en hótun af hans hálfu um að Gylfi verði ekki langlífur í starfi með þessu áframhaldi. VG er að vaxa […]

Fimmtudagur 29.10 2009 - 14:12

Hvernig losnar Samfylkingin við VG?

Jóhanna Sigurðardóttir segist sjá til lands og að bjart sé framundan. Vonandi hefur hún rétt fyrir sér en ég held að hér sé í besta falli um barnaskap af hennar hálfu að ræða eða óskhyggju nema hvoru tveggja sé. Núna þegar búið er að ganga frá „stóru“ málum þessarar ríkisstjórnar tekur ekki betra við. Samfylkingin […]

Þriðjudagur 27.10 2009 - 21:42

Ríkisstjórn á eindaga.

Nú gengur maður undir manns hönd til að reyna að bjarga friðnum á vinnumarkaði. Að ríkisstjórninni undanskilinni reyndar en hún vill helst vera fyrir og mikið held ég að nú reyni á langlundargeð Samfylkingar. Þeir Sjálfstæðismenn eru til sem telja að sniðugt væri að vera í samstarfi við VG en ég tilheyri ekki þeim hópi. […]

Miðvikudagur 21.10 2009 - 20:18

Hvenær er starfsmaður starfsmaður?

Páll Magnússon forstjóri RÚV blandar sér í umræðuna um Egil Helgason og hlutleysi hans eða öllu heldur skort á því. Ég játa það að ég þekki ekki reglurnar um hlutleysi en mér finnst röksemdafærsla forstjórans merkileg. Hann segist ekki bera ábyrgð á miðlinum sem Egill bloggar á og því séu reglur RÚV um hlutleysi ekki […]

Miðvikudagur 21.10 2009 - 17:49

Illugi og klíkurnar.

Illugi Jökulsson tilheyrir engri klíku, þannig séð. Þess vegna getur hann haft hlutlausar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann þjáist að vísu af Davíðsheilkenninu og allir sem hann segir Davíðsmenn eru ekki verðir skoðana sinna. Illugi telur að þeir sem ekki eru í skoðana samfélagi við hann megi ekki efast um hlutleysi Egils Helgasonar starfsmanns […]

Miðvikudagur 21.10 2009 - 10:53

Hlutleysi Egils Helgasonar.

Egill Helgason er ekki og hefur aldrei verið hlutlaus þátttakandi í þjóðfélagsumræðum. Varla dettur nokkrum manni í hug að trúa því. Hann hringsnýst frá einum tíma til annars eftir vindátt í mörgum málum og velur sér vini og viðmælendur eftir hentugleika og stöðu hverju sinni. þetta vita menn sem annað hvort lesa bloggið hans eða […]

Mánudagur 19.10 2009 - 11:07

VG og Samfylking finna flöt.

Þá er það ákveðið. Við göngumst inn á allt sem að okkur er rétt í Icesave og þrek forystumanna okkar á þrotum. Eða ætti ég kannski að segja forystumanns okkar því Steingrímur hefur staðið einn í stafni og ekki að undra að af honum sé dregið. Fátt kemur mér orðið á óvart í pólitík en […]

Laugardagur 17.10 2009 - 20:52

Hvenær á prestur söfnuð?

Prestar eru merkileg starfstétt. þeir eru venjulegt fólk sem er fer í háskóla og les guðfræði og ef allt gengur upp fá þeir svo brauð og söfnuð sem þeim er ætlað að þjóna. þetta er ágætt system í sjálfu sér ég ber fulla virðingu fyrir guðfræðingum hvort sem þeir enda sem prestar eða eitthvað annað. […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur