Miðvikudagur 21.10.2009 - 17:49 - Rita ummæli

Illugi og klíkurnar.

Illugi Jökulsson tilheyrir engri klíku, þannig séð. Þess vegna getur hann haft hlutlausar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann þjáist að vísu af Davíðsheilkenninu og allir sem hann segir Davíðsmenn eru ekki verðir skoðana sinna.

Illugi telur að þeir sem ekki eru í skoðana samfélagi við hann megi ekki efast um hlutleysi Egils Helgasonar starfsmanns ríkisfjölmiðils. Fólk sem gékk nánast af göflunum þegar Davíð var ráðinn ritstjóri einkafjölmiðls telur nú að staða Egils sé ekki til umræðu.

Munurinn á þeim tveimur er alger. Enginn þarf að efast um hvaðan Davíð kemur og hann þarf ekki frekar en hann vill að gæta hlutleysis. Ekkert frekar en Illugi sem skrifar sínar greinar í blað sem er í eigu manna sem ekki hika við að stýra sínum fjölmiðlum með handafli eins og við vitum, þökk sé nútíma upptökutækni.

Egill Helgason er ekki í þessari stöðu og ekkert er að því að menn ræði það að maður sem hefur með jafn afgerandi hætti og hann tekið afstöðu bæði á bloggi sínu og annarra til manna og málefna sé ekki hæfasti maður landsins til að stýra hlutlausri umræðu í fjölmiðli sem á að gæta hlutleysis.

Ekki frekar en að ég gæti það, nú eða Illugi sjálfur. Óþol Illuga gagnvart þessari umræðu snýst auðvitað um pólitískan rétttrúnað og ekkert annað. Honum finnst sín sannfæring vera sú eina rétta og á meðan þáttastjórnandinn heitir Egill en ekki Hannes Hólmsteinn er allt í góðu. Dýpra ristir þetta nú ekki hjá bloggaranum.

Hún er ekkert betri klíkan sem Illugi tilheyrir. Hún er bara annarrar skoðunar.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur