Föstudagur 30.10.2009 - 13:59 - 3 ummæli

Ætlum við að gefa þeim Haga?

Ég veit að Hagar eru stórt fyrirtæki og það er flókið ferli að taka þá af „eigendunum“. Ég veit líka að sú fjölskylda sem „á“ Haga hefur alltaf haft efni á því að kaupa sér bestu lögfræðinga fáanlega til að sinna sínum málum. Ég hef mjög lengi vitað hvernig þetta fólk vinnur og hagar sér og þurft að horfast í augu við heila þjóð loka augunum fyrir því í áratug eða meira. Ég get eiginlega ekki sagt meira en ég hef sagt um það mál.

En ég neita að trúa því að við látum þessa fjölskyldu komast upp með stórglæpi og svik við okkur öll og verðlaunum þau svo með því að taka að okkur skuldirnar og lána þeim svo aðeins meira fé til að þau geti haldið gullkálfinum sínum óskertum.

Ég vill að skilanefndir þeirra banka sem eru að framkvæma akkúrat þetta núna komi fram og útskýri þetta fyrir mér. Í hvers umboði starfa þeir ríkisstarfsmenn sem þessar nefndir skipa? Hver borgar þeim laun og hver borgar þeim laun sem borgar þeim laun? Hvaða fólk er þetta?

Og af hverju þurfa skilanefndirnar eða bankastjórnir nýju bankanna ekki að réttlæta neitt sem þær gera?

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Anonymous

    Sammála þér.Kveðja, Ásta B

  • Anonymous

    Lagði ríkið Nýja Kaupþingi ekki til einhverja 80 milljarða í vor?Er þetta nýja „bónus“ fyrirtæki búið að fá helminginn af þeirri upphæð lánaða? Bankinn er að krefja Nýja-Bónus um fimm milljarða upp í þessa skuld, annars verði Bónusinn tekinn af Jóni Ásgeir.Hafa menn áhyggjur af því að eitthvað af þessu stóra kaupþings láni til nýja bónuss hafi farið þar niður í einn vasann og út um hinn?Er ekki einsýnt að Finnur Sveinbjörns. verði búinn að fara með hverja einustu krónu niður um rörið á mettíma fyrir Nýja Kaupþing með sama áframhaldi, hann verði jafnvel enn fljótari að setja Nýja Kaupþing á hausinn en sparisjóðabankana?Hvert reginhneykslið rekur nú annað í fjármálaheiminum. Þau eru svo mörg að það þykir ekki lengur frétt þó Össur fjármagni æviminningar eðalkrata með peningum skattborgaranna. Ekki heldur þó einhverjir kverúlantar hafi tekið tug milljóna lán út á börnin sín, eða setja eigi fyrirvara í þingfrumvörp svo hægt sé að fella ekki einasta niður skuldir fyrrum bankamanna, heldur líka fella niður skatta vegna hlunnindanna við að fá skuldir niðurfelldar.Skrýtið hvað fólk er rólegt yfir þessu

  • Anonymous

    Rollugreyin voru búnar að flækjast þarna í Tálkna,rammviltar í 50 ár! Embættismenn brugðust því við og björguðu þeim. Þær hafa sjálfsagt upplifað það sem bjarnargreiða því sömu menn leiddu þær til slátrunar á SAUÐ-árkróki. Einhverjar fimm rollur voru þó ekki svo sauðheimskar að þær sæu ekki í gegnum þetta Júdasarplott og af tvennu illu hlupu þær fyrir björg. Talið er að enn séu 5-6 villtir sauðir á beit í fjallinu og brjóta þar með búfjárlögin 24 hours…sem er náttúrulega hið alvarlegasta mál. Umhverfisráðherra hóf máls á ríkistjórnarfundi um afdrif þessara villuráfandi sauða og ákveðið var að þrjú ráðuneyti skoðuðu nánar afdrif þeirra. Umhverfisráðuneytinu er ætlað að skoða málið út frá dýraverndunarsjónarmiðum (en það skilja nú allir) Auk þess beinir landbúnðarráðuneytið sjónum sínum að búféinu sem slíku…(meaning??)og dómsmálaráðuneytið á að sjálfsögu að athuga hvort embættismenn gerðust brotlegir við lög þegar þeir RÉÐUST TIL ATLÖGU gegn saknæmum sauðunum sem höfðu að sjálfsögðu ekki hugmynd um að þeir væru að brjóta lög. (Væri ekki ráð að einhver kærði embættismennina fyrir að svíkja grey rollurnar eftir björgun þeirra?) HALLÓ!! Það sér hver maður að AUÐVITAÐ á þetta erindi inn á ríkistjórnarfund og sem ein af aðalfréttunum í fréttatíma útvarps!!HAHAHAHAHAHA….Þetta er bráðfyndið!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur