Færslur fyrir júlí, 2010

Miðvikudagur 28.07 2010 - 14:55

Bankaleynd og kjarklausir pólitíkusar

Núna er ég að hugsa um bankaleynd. Mér er ljóst að lög um bankaleynd er ekki slæm hugmynd. Tilhugsunin um að allir komist í upplýsingar um viðskipti banka við fólk og fyrirtæki er ekki góð. Og almennt ekki til umræðu til þessa dags myndi ég halda. Núna er óvenjulegir tímar og við höfum gripið til […]

Miðvikudagur 28.07 2010 - 12:49

Skuldir umboðsmanns

Allt ætlar um koll að keyra vegna skipunar Rúnólfs Ágústssonar í embætti umboðsmanns skuldara. Árni Páll gerir auðvitað eins og alltaf er gert sama hver á í hlut. Hann finnur einhvern samflokksmann hentugan og munstrar hann í starfið. Það er eitt….. ….hitt er að Runólfur hefur persónulega reynslu af því að skulda og það sem […]

Þriðjudagur 27.07 2010 - 21:35

Gálgafrestur framlengdur

Ég sit og klóra mér í kollinum og skil sem fyrr hvorki upp né niður í ríkisstjórninni. Núna hefur hún ásamt tussugóðum aðstoðarspunameisturum búið til plögg sem Jóhanna Sigurðardóttir las upp í dag að viðstöddum fjölmiðlamönnum. Ríkisstjórn þessi hefur almennt ekki gert neitt og hún hefur sérhæft sig í að gripa of seint í rassinn […]

Mánudagur 26.07 2010 - 10:56

Mörður og ég

Hvað ætli sé að gerast með mig þessa dagana? Mér finnst Mörður Árnason setja saman afburðaskemmtilegar greinar bæði hvað varðar efni og niðurstöður aftur og aftur og ekki skemmir stíllinn. Hið minnsta tvær í röð núna….. Sennilega er ekkert að gerast með mig en mun líklegra að Mörður sé að koma til…. ..eða hvað? Röggi

Laugardagur 24.07 2010 - 23:00

Össur utanríkis er í undarlegri stöðu. Hann endasendist heiminn þveran og endilangan og reynir að sannfæra sjálfan sig og aðra um að stuðningur við ESB sé að aukast bæði hjá þingi og þjóð. Össur veit eins og aðrir að það er þvættingur. En hvað annað getur hann gert? Þetta er stóra mál Samfylkingar og nánast […]

Föstudagur 23.07 2010 - 14:22

Dómurinn

Héraðsdómur hefur fellt sinn dóm í gengistryggingamálinu lánveitendum í hag eins og það heitir. Ég veit ekki hvort mig langar að sjá niðurstöðuna þannig. Hver tapar á þessari niðurstöðu staðfesti hæstiréttur hana? Er ósanngjarnt að endurreiknað sé og lántakandi haldi áfram að borga lánveitanda fé sitt til baka? Tvennt stóð aldrei til. Að lánin hækkuðu […]

Fimmtudagur 15.07 2010 - 15:23

Örvænting götustráks

Götustrákurinn Jón Ásgeir grípur til gamalla úrræða þegar ekki virðist ætla að takast í einu hendingskasti að fá erlenda dómstóla til að gleypa fjarstæðukenndan málflutning hans. Nú ræðst hann á persónurnar sem vinna störfin. Honum tókst í baugsmálinu að hræða svo allt systemið hér að ekki var nokkur leið að fá hann sakfelldan og varla […]

Miðvikudagur 14.07 2010 - 13:10

Ópólitískur mótmælabransi?

það er ekki nýtt að ég fatti ekki alltaf hvað rekur menn til mótmæla. Núna er einhver örsmár hópur mótmælenda að þvælast á milli stofnana dag eftir að mótmæla. Alltaf hægt að andæfa einhverju og ekki skemmir blíðan. Fólk mætmælti fyrir framan Seðlabankann í tómum misskilningi og svo færði hópurinn sig lauslega og mótmælir nú […]

Sunnudagur 11.07 2010 - 21:44

HM, frábær Howard Webb

Betra liðið vann úrslitaleik HM í fótbolta. Úrslitaleikurinn var ótrúlegur en öðruvísi en margir áttu von á. Hollendingar komu feikna ruddalegir til leiks og tókst næstum því að brjóta Spánverja niður í bókstaflegri merkingu. Ég hélt með Hollandi en þó mest með Howard Webb fyrir þennan leik og hann fékk trúlega erfiðasta verkefni sitt til […]

Föstudagur 09.07 2010 - 19:52

Leiðinlega fullkomnir Spánverjar

Nú líður að lokum HM í fótbolta. Aldrei þessu vant hefur mér tekist að sniðganga allmarga leiki enda golf tímaferk íþrótt og mun skemmtilegri en leiðinlegur fótboltaleikur en nægt framboð var af þeim sér í lagi framan af. Spánverjar eru með besta liðið og ekki mikill business að veðja á sigur þeirra. En mér finnst […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur