Miðvikudagur 25.08.2010 - 20:52 - Rita ummæli

Ögmundur Jónasson stígur fram félaga sínum í VG til varnar. Jón Bjarnason heyr baráttu sína gegn inngöngu í ESB úr stóli ráðherra. Það finnst Ögmundi eðlilegur framgangsmáti. Þar greinir okkur á.

Ögmundur bendir réttilega á að ekki er hægt að hafa þann rétt af Jóni að berjast fyrir sínum skoðunum líkt og andstæðingar hans gera. Það sem hér er á skjön er að Jón Bjarnason situr í ríkisstjórn sem hefur á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að þessu bévítans ESB.

VG skrifaði undir þetta allt þegar ilminn af ráðherrastólum bar fyrir vit. Ef Jón væri staðfastur maður með sterk prinsipp tæki hann hatt sin og staf og færi úr þessari ESB ríkisstjórn sem vinnur eftir plaggi sem formaðurinn hans seldi flokksmönnum þegar vinstra vorið var og hét.

En Jón Bjarnason vill vera ráðherra alveg óháð því hvort hann fylgir stefnunni eða ekki. Ríkisstjórn er framkvæmdavald. Ríkisstjórn er hópur fólks sem gerir með sér samkomulag um það hvert skal stefnt. Jón Bjarnason og VG vissu allan tímann hvert förinni var heitið.

Telji Jón Bjarnason, Ögmundur Jónasson eða VG að Samfylkingin sé að svindla á stjórnarasáttmálanum er ekki eftir neinu að bíða með að hætta samstarfi. Ráðherrar geta ekki slegist við eigin stjórnarsáttmála eins og Jón Bjarnason gerir. Þannig eru reglurnar bara ekki og Ögmundur fattar það ekki.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur