Þriðjudagur 28.09.2010 - 23:20 - 3 ummæli

Afleikur Samfylkingar

Það var augljóst frá upphafi að alþingi myndi ekki geta unnið í landsdómsmálinu af neinni reisn hvorki pólitískri né persónulegri. Nú eftir atkvæðagreiðsluna er dauðaþögn. Góður maður og reyndur sagði mér að svona myndi þetta fara. Ég hélt í mínum barnaskap að meira að segja Samfylkingin hefði ekki svona aðferðir í vopnabúri sínu.

Ég held hreinlega að ekki nokkur einasti Íslendingur telji að Geir verðskuldi að vera dreginn einn til pólitískrar ábyrgðar með þessum misráðna hætti. Plottið gékk upp hjá spunameisturunum gott fólk. Þetta er væntanlega skilgreint sem sigur á einhverri af klíkum Samfylkingarinnar. OKKAR fólk slapp!!!

En þannig verður þetta því miður ekki. Réttarhöldin yfir Geir verða þannig að mesta athyglin mun fara í að tala um þá sem hefðu þá átt að vera með honum á þessum mjög svo hæpna sakamannabekk.

Sumt af því fólki vélaði um hlutina í dag á löggjafarþinginu og skömm þess verður ævarandi. Samfylkingin hefur tekið margar ákvarðanir undanfarna mánuði sem eingöngu eru teknar til að halda ráðherrastólum. Dagurinn í dag er bara enn einn slíkur dagur…

…nema, að nú held ég að Samfylkingin hafi eiginlega gengið fram af sjálfri sér. Svipurinn á Jóhönnu Sigurðardóttur í kvöldi sagði allt. „Hvernig gat þetta gerst?“

Hvernig gat þetta orðið niðurstaðan? Búsáhaldabyltingin hefur étið börnin sín og skaði Samfylkingarinnar af málinu verður ekki auðbættur.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Anonymous

    Segir það ekki meira um þín viðhorf til stjórnmála en nokkuð annað ef þú telur að niðurstöður þessara atkvæðagreiðslna hafi verið skipulagðar? Hvernig var það hægt?7 þingmenn Samfylkingar studdu ákærur en skiptust á milli þess að fylgja tillögum meirihluta þingmannanefndarinnar og ákæra fjóra ráðherra, tillögum fulltrúa Samfylkingar í þingmannanefndinni og ákæra alla nema Björgvin eða fylgja línunni úr skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og ákæra alla nema Ingibjörgu Sólrúnu.11 þingmenn Samfylkingar sögðu nei við öllum ákærum.Aðeins tveir studdu ákæru á hendur fyrrverandi forsætisráðherra en ekki öðrum.Hvernig tekst þér að fá út úr þessu skipulagða línu?

  • Anonymous

    Ömurlegt að heyra í Samfylkingunni þegar talsmenn þeirra tala um að þingmenn flokksins hafi talað eftir eigin sannfæringu, ekki flokkslínu. Það er eiginlega skondið þegar menn horfðu upp á hvern neyðarfundinn á fætur öðrum um síðustu helgi. Núverandi og fyrrverandi ráðherrar komandi og farandi af þessum fundum. Trúir einhver að það búi ekki eitthvað annað og meira á bakvið þetta en eitthvað sakleysislegt „við kjósum eftir okkar sannfæringu“ hjá samfylkingunni? Trúir því virkilega einhver?Samfylking reynir að koma einhverjum skilaboðum um að þingmenn sjálfstæðisflokksins hafi ekki sjálfstæða skoðun í málinu, kjósi allir eins. Það er virðingavert að flokkurinn skuli halda sinni stefnu, jafnvel þó Geir Haarde hafi einn verið dæmdur, á meðan karakterar á borð við Mörð Árnason skiptir um skoðun í hvert skipti sem hann stígur í pontu sbr. það sem gerðist í gær.

  • Anonymous

    Ég vissi að þú yrðir ánægður með þetta.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur