Fimmtudagur 30.09.2010 - 15:43 - 1 ummæli

Að standa í lappir

Sjálfstæðisflokkurinn stóð sem betur fer í lappirnar í atkvæðagreiðslunni á þriðjudag. Þar héldu menn sig við grundvallarniðurstöðu í málinu áháð því hvort flokksmenn áttu hlut að máli eður ei. Samfylkingarfólk sumt telur að þarna hafi flokksagi ráðið og þingmenn ekki kosið eftir sinni sannfæringu. Kannski það…

Ég held þó ekki. Það var og er samfella í málflutningi Sjálfstæðismanna í málinu frá upphafi til enda. Menn settu sig upp á móti landsdómi og kynntu það málefnalega og án skætings. Þessu var öðruvísi farið með Samfylkinguna.

Þar höfðu þingmenn skoðun eftir því hver átti í hlut og bættu svo um betur þegar niðurstaðan lá fyrir og sögðu landsdóm ónýta aðferð! Þetta er ólýsanlega vitlaus málflutningur hjá annars óvitlaus fólki en sýnir hvað pólitík getur leikið suma grátt.

Ég læt mér í léttu rúmi liggja þó Mörður og Ólína eða hvað þau heita sem breyttu svona reyni að spinna sig út þessari glórulausu stöðu. Og það sem meira er…

…ég held að enginn reyni að koma þeim til hjálpar á undanhaldinu. Flóttanum undan eigin klúðri.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur