Miðvikudagur 13.10.2010 - 09:49 - Rita ummæli

Það eru vissulega mikil gleðitíðindi að stjórnmálamenn skuli sestir niður til að ræða skuldavanda heimilanna. Sérvaldir ráðherrar funda með sérvöldum fulltrúum stjórnarandstöðu og helstu tíðindi af þessum fundum er að andrúmsloftið er ekki alslæmt. það er þó byrjun….

Skjaldborgin um heimilin er til umræðu og ríkisstjórnin hefur því miður engar hugmyndir og ráðherrar ósammála þvers og kruss. Þeir virðast þó sammála um að þeim hafi ekki mistekist ætlunarverkið. Þá niðurstöðu skrifa fáir undir.

Vandinn er ótrúlegur og hann var fyrirséður og þetta fólk hefur ekki gert annað en að bíða og vona að einhver annar leysti hann. Öllum tillögum hefur verið hafnað enda fór mikil orka í að reyna að flytja skattana okkar í vasa þeirra sem töpuðu peningum í Icesave spilavítinu góða.

Vonandi tekst að búa til eitthvert samráð og samstarf í þinginu um aðgerðir enda til mikils að vinna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur