Færslur fyrir janúar, 2011

Mánudagur 31.01 2011 - 19:49

Ástráður Haraldsson í kastljósi

Ástráður Haraldsson fyrrverandi formaður landskjörstjórnar ræddi dóm hæstaréttar í kastljósi í kvöld. Hann er auðvitað ekki hlutlaus maður og hann velur að líta svo á að hæstiréttur túlki lögin mjög þröngt og að það sé ekki gott. Hann sjálfur kýs svo að túlka lögin mjög vítt og það er gott að hans mati. Ástráður stóð […]

Mánudagur 31.01 2011 - 15:01

Lýgur Mogginn?

Mogginn slær því upp á forsíðu í dag að blaðamaður DV hafi réttarstöðu grunaðs manns enda sé blaðamaður þessi grunaður um að hafa fengið annan mann til að stela tölvugögnum með upplýsingum sem hann hafi svo notað ítrekað í greinum sínum. Þetta virðist einnig tengt WikiLeaks og er allt pínu reyfarakennt. Að vísu vitum við […]

Mánudagur 31.01 2011 - 00:23

Ég sá Jóhann Hauksson titra af geðshræringu í Silfri Egils í dag þegar hann reyndi að draga niðurstöðu hæstaréttar í stjórnlagaþingsmálinu niður á pólitískt svað þar sem hann er reyndar gjörkunnugur staðháttum blessaður. Jóhann Hauksson er aftur á móti stundum ánægður með störf réttarins. Það er þegar hæstiréttur kemst að „réttri“ niðurstöðu. Málefnaleg gagnrýni á […]

Mánudagur 31.01 2011 - 00:10

Ég hef lengi talað fyrir þrískiptingu valdsins og einn þáttur sem farið hefur fyrir brjóstið á mér er þegar framkvæmdavaldið þ.e. ráðherrar hafa það vald einir og sér að skipa dómara. Ég er af grundvallarástæðum á móti slíku fyrirkomulagi og skiptir mig þá akkúrat engu hvort Sjálfstæðisflokkurinn er með ráðherra dómsmála eða einhver annar flokkur. […]

Laugardagur 29.01 2011 - 13:42

Ögmundur axlar ábyrgð…

Landskjörstjórn hefur sagt af sér vegna klúðursins sem varð til þess að kosningar til stjórnlagaþings eru ógildar. Þetta þykja tíðindi á Íslandi eins og við þekkjum það. Og það eru auðvitað stórtíðindi í sjálfu sér…. Ögmundur Jónasson hefur haldið með afbrigðum illa á sínum vondu spilum í kjölfar úrskurðar hæstaréttar. Hann hefur reynt að hártoga […]

Fimmtudagur 27.01 2011 - 10:57

Guðmundur gagnrýndur

Ég les það að Dagur Sigurðsson þjálfari Fuche Berlin gagnrýnir Guðmund Guðmundsson fyrir það hvernig hann deilir álaginu á leikmenn landsliðsins á HM. Ég hef lengi haft sterkar skoðanir á þessu atriði og bent á veikleika Guðmundar í þessu efni. Vissulega er ekki hægt að kvarta yfir árangri Guðmundar með liðið en ég hef þó […]

Miðvikudagur 26.01 2011 - 21:40

Ráðherrar og fræðimenn grínast með lög og rétt

Ég er ekki einn af þeim sem nenni að fagna því sérstaklega að hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að kosningar til stjórnlagaþings skuli skoðast ógildar. Þetta er auðvitað afar dapurt fyrir okkur öll hvort sem við teljum þennan vetfang hentugan eður ei til endurskoðunar á stjórnarskrá. Viðbrögð stjórnmálamanna hafa verið eins og kannski mátti […]

Miðvikudagur 26.01 2011 - 12:00

Ég hef af mörgum ástæðum mikinn áhuga á dómgæslu. Ég fylgist mjög vel með boltagreinunum þremur, handbolta. fótbolta og körfubolta og hef gleypt HM í handbolta í mig. Heldur hefur fjarað undan okkar mönnum en árangurinn samt ótrúlega góður og úrslit afar hagstæð okkur. Íþróttafréttamenn hafa síðustu daga misst dampinn duglega og hafa helst talað […]

Þriðjudagur 25.01 2011 - 19:15

Auðvitað er það áfall fyrir okkur öll að hæstiréttur skuli ógilda kosningar til stjórnlagaþings. Ríkisstjórnin sem við sitjum uppi með virðist ekki geta látið neitt ganga upp. Ég hef fylgst með viðbrögðum stjórnmálamanna í dag eftir föngum. Þar halda fáir haus…. Stjórnarandstaðan reynir ákaft að nýta sér niðurstöðu hæstaréttar til að sparka í þessa vesælu […]

Þriðjudagur 25.01 2011 - 16:46

Davíð Oddsson lifir og birtist nú með útspil í Icesave málinu.

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur