Miðvikudagur 26.01.2011 - 12:00 - Rita ummæli

Ég hef af mörgum ástæðum mikinn áhuga á dómgæslu. Ég fylgist mjög vel með boltagreinunum þremur, handbolta. fótbolta og körfubolta og hef gleypt HM í handbolta í mig. Heldur hefur fjarað undan okkar mönnum en árangurinn samt ótrúlega góður og úrslit afar hagstæð okkur.

Íþróttafréttamenn hafa síðustu daga misst dampinn duglega og hafa helst talað um dómgæsluna í mótinu sem virðist hafa versnað til muna eftir þvi sem liðið okkar spilar verr. Lýsingar í sjónvarpi hafa einkennst af sleggjudómum og afsökunarbeiðnum þularins sem hefur ítrekað þurft að éta ofan í sig ummæli um dómara. Og í gær fór svo Guðmundur þjálfari nálægt rasismamörkum þegar hann baðst undan því að fá dómara frá Albaníu. Hinn ágæti knattspyrnudómari Kristinn Jakobsson ætti ekki mikinn séns hjá Guðmundi stýrði hann dómaramálum hjá FIFA…..

Mogginn skrifar um dómara frá Slóveníu og kemst að þeirri niðurstöðu að þeir hljóti að hafa verið undir áhrifum vimuefna. Hvernig þætti venjulegu fólki að fá slík ummæli um störf sín í fjölmiðil? Finnst okkur kannski allt í lagi að tala svona um þessa menn af því þeir eru útlendingar?

Mér finnst þetta vera metnaðarlaus umræða og einkennast af agaleysi. Reyndar er það svo að mjög lengi hafa handboltamenn sjálfir haldið því að okkur að maðkur sé í mysunni í þessum málum hjá þeim.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur