Færslur fyrir mars, 2011

Þriðjudagur 29.03 2011 - 15:31

Lækkum bensínskattinn, það er ekkert að óttast.

Ég heyrði í einum helsta sérfræðingi Samfylkingar á þingi í efnhagsmálum, Magnúsi Orra Schram, tala í útvarpi um tillögu Sjálfstæðisflokksins um lækkun bensinskatts tímabundið hið minnsta. Magnús er lipur viðmælandi og tekur starf sitt alvarlegum tökum og telur þessa tillögu þess virði að um hana sé rætt. Mikið er það þó gott. Og þá út […]

Miðvikudagur 23.03 2011 - 12:05

Orð í tíma töluð hjá ríkissaksóknara

Auðvitað telur Jóhanna Sigurðardóttir að ríkissaksóknari þurfi að draga til baka orð sín um umgengni forsætisrráðherra við löggjafar og dómsvald. Jóhanna er af þeirri kynslóð stjórnmálamanna sem skilur hvorki upp né niður í þrískiptinu valds og mikilvægi þess í lýðræðisþjóðfélagi. Hún fattar bara alls ekki að það er hreinlega út í hött hvernig hún og […]

Mánudagur 21.03 2011 - 12:35

Ástandið

Það eru vissulega tíðindi þegar fólk segir sig úr þingflokkum en úrsögn Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur í morgun kemur þó engum á óvart og í raun ætti Jón Bjarnason að fara líka en hann fæst ekki til að yfirgefa ráðherrabílinn og gefur því prinsippum sínum frí rétt á meðan þó hann sé ekki sammála […]

Fimmtudagur 17.03 2011 - 13:01

Auðvitað verður að refsa Ferguson

Ég tilheyri fámennum en afar öflugum hópi manna sem heldur með WBA í enska boltanum. Þetta er lítill og sætur klúbbur sem er trúlega rekinn fyrir lægri upphæð en minjagripasalan á Old Trafford. Það breytir þó ekki því að þetta félag lýtur sömu lögmálum og öll hin og lekmenn meiðast þar líka án þess að […]

Þriðjudagur 15.03 2011 - 13:33

Ég var svona að vona að spádómar mínir um að þeir einir myndu sæta einhverri refsingu vegna hrunsins og bankaránanna yrðu stjórnmálamenn og fólk sem hægt er tengja við stjórnmálaflokka. Ég spáði þessu fljótlega eftir hrunið og enn hefur ekkert annað gerst en að Baldur Guðlaugssson og Geir Haarde eru á krossinum. Að vísu náðist […]

Sunnudagur 13.03 2011 - 11:25

Laugardagur 12.03 2011 - 22:19

Lagatækni og siðferðissjónarmið Ragnars Önundarsonar

Ragnar Önundarson er um margt afar sympatískur maður. Hann hefur nú sagt sig úr stjórnum LV og framtakssjóðsins eftir umfjöllun um störf hans á kreditkortamarkaðnum en hann var forstjóri kreditkorta. Kastljós birti gögn í þætti sínum sem gera meira en að sanna samráð og markaðsmisnotkun og hvað þetta heitir nú allt sem virðist vera regla […]

Miðvikudagur 09.03 2011 - 16:02

Hver man ekki eftir mótmælendum. Þetta var hávaðasamur hópur fólk með sterka réttlætiskennd sem birtist helst í óþoli gagnvart vanhæfum stjórnvöldum. Hópur þessi fór um stræti berjandi potta og pönnur og hafði borgaralegt gaman að því að óhlýðnast. Sumir heimskir menn og líklega hægri sinnaðir héldu því fram að mótmælin snérust um pólitík en ekki […]

Mánudagur 07.03 2011 - 13:21

Ég held með WBA i enska boltanum og hef gert lengi. Við erum jójó lið sem brillerar annað hvert ár í næst efstu deild en fellur svo hitt árið með sæmd eins og það er stundum kallað. Þetta er smáklúbbur sem er trúlega rekinn fyrir minni upphæð en minjagripabúðir stóru klúbbana. En ég er stoltur […]

Föstudagur 04.03 2011 - 09:18

Til hamingju Helgi Hjörvar!

Lengi er von á einum segir einhversstaðar. Helgi Hjörvar stóð upp í gær í þinginu og sagði það sem margir hugsa. Í prinsippinu er út í hött að fara út í æfingar til að sniðganga dóm hæstaréttar í stjórnlagaþingsmálinu. Fyrir svo utan að með þessu stjórnlagaráði er hugmyndin sjálf orðin útþynnt og vægið að engu […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur