Miðvikudagur 09.03.2011 - 16:02 - Rita ummæli

Hver man ekki eftir mótmælendum. Þetta var hávaðasamur hópur fólk með sterka réttlætiskennd sem birtist helst í óþoli gagnvart vanhæfum stjórnvöldum. Hópur þessi fór um stræti berjandi potta og pönnur og hafði borgaralegt gaman að því að óhlýðnast.

Sumir heimskir menn og líklega hægri sinnaðir héldu því fram að mótmælin snérust um pólitík en ekki prinsipp. Nú held ég að enginn nenni lengur að þræta fyrir þá staðreynd. Við höfum í dag algerlega vanhæfa og skemmandi ríkisstjórn og gef ekki fimm aura fyrir tal um að hún hafi tekið við svo aumu búi að ekki megi gagnrýna það sem hún gerir í dag. Það skálkaskjól er að verða okkur of dýrt…

Mér er spurn. Hvað þarf til? Af hverju rumskar réttlætisveran Hörður Torfason og allt hans fólk ekki þegar við horfum á ráðherra eins Steingrím rugla og bulla um skattaofbeldið hvort heldur það tengist bensíni eða öðrum tekjustofnum eins og launin okkar heita hjá helstu hugmyndasmiðum skattastjórnarinnar.

Ráðherrar brjóta lög eftir smekk og fá hrós frá leiðtogum fyrir. Pólitískar ráðningar án auglýsinga er regla. Stór fyrirtæki innlend eru í óða önn að reyna að koma sér úr landi að stórum hluta vegna fjandsamlegs viðhorfs og lagasetninga stjórnvalda. Erlendir fjárfestar fá ofnæmisviðbrögð sé minnst á Íslensk stjórnvöld.

Lýðskrum og reddingar spunameistara stjórnarflokkanna einkenna flest viðbrögð stjórnvalda sem eru að mestu laus við heildarsýn eða stefnu aðra en að rústa skattkerfinu og helfrysta allt sem gæti hugsanlega orðið til efla atvinnulíf og hagvöxt. Hagvöxtur hefur lengi verið eitthvað sem vinstri menn telja óþarft röfl peningamanna og gráðugs hægra frjálshyggjufólks.

Í tvö ár hefur þessi fullkomlega vanhæfa ríkisstjórn látið reka á reiðanum. Að vísu hafa ráðherrar VG verið starfsamir nokkuð með Steingrím og Svandísi í farabroddi. Svandís unir sér ekki hvíldar í viðleitini sinni til að koma í veg fyrir atvinnuskapandi verkefni í iðnaði og Steingrímur vann baki brotnu í heilt ár í stríði við okkur öll til að fá okkur til að gefa útlendingum 700 milljarða. Ögmundur innanríkis dundar sér svo við það reyna að grafa undan dómstólum þegar þeir kunna ekki að dæma rétt.

Ráðherra Samfylkingar hafa það flestir fram yfir þau að hafa ekki gert neitt og þegar um þessa stjórn er rætt eru það góðar fréttir. Reyndar hefur Árni Páll dúkkað upp endrum og sinnum til að segja okkur að hann sé að redda öllum okkar málum pronto í Brussel.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur