Laugardagur 16.04.2011 - 22:18 - 1 ummæli

Icesave vörn Svavars Getssonar

Félagi Svavar Gestsson heldur úti þætti á INN sjónvarpsstöðinni. Ég hef almennt ekki þrek til að horfa á þann þátt en rakst fyrir tilviljun á þátt þar sem Svavar tekur til varna fyrir fyrsta Icesave samningi hans og Steingríms fjármála.

Svavar er óvitlaus maður og röskur málafylgjumaður og auðvitað er það í mannlegu eðli að trúa því að maður sé að gera rétt og verja þá trú þó að í tilfelli Svavars sé sú vörn harla vonlaus. Svavar dregur þarna upp skilti frá Þórólfi Matthíassyni hagfræði gúru vinstri manna sem hefur með málflutningi sínum í Icesave málinu tryggt sér ævarandi faglegt áhrifaleysi.

þórólfur kemst auðvitað að þeirri niðurstöðu að við hefðum best gert með því að kokgleypa stórsigur þeirra félaga, hans, Svavars. Indriða H og Steingríms J. Þetta getur Þórólfur sett upp á glæru og stutt tölum. Mögnuð grein hagfræðin og ekki verður hún skiljanlegri þegar menn hætta að greina mun á henni og pólitík eins og Þórólfur hefur nú gert að karrier.

Ég hef ekki heilsu í að fara mjög djúpt í þessa stórmerkilegu vörn Svavars en vill þó nefna það að hann talar þar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þurft mál til að vera á móti og fundið heppilegt mál Í Icesave.

Svavar lítur sem sagt á það sem skemmdarverk sem var rekið áfram af annarlegum pólitískum hvötum að bjarga þjóðinni frá hörmunginni sem hann og hans gömlu félagar í hópi sósíalista ætluðu að lauma inn á okkur.

Þetta er kyngimögnuð söguskoðun og skýring og varla getur Sjálfstæðisflokkurinn fengið betri vottun á það verk sitt að hafa staðið í farabroddi þeirra sem stöðvuðu Svavars samninginn en þetta tal.

Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né þjóðin „þurft“ neitt mál til að vera á móti. Ríkisstjórnin bara færði henni þennan landráðasamning og það er vissulega rétt hjá Svavari að það var ekki síst Sjálfstæðisflokknum að þakka að honum var hafnað.

Ég held bara að við Sjálfstæðismenn verðum að gangast við glæpnum sem félagi Svavar ber á okkur í þessum efnum.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    200 milljarða segja hollendingar að við skuldum þeim umfram það sem kemur úr búinu. Okkur var sagt að þetta yrðu svona 35-70 í allt!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur