Mánudagur 02.05.2011 - 14:52 - Rita ummæli

Er drápið á Osama kannski stríðsglæpur?

Osama Bin Laden er dauður segja þeir í dag. Ég er vonandi ekki blóðþyrstari en næsti maður en treysti mér þó til að segja að farið hefur fé betra. Sumir hafa þó notað dauða þessa andskota til að hnýta í þá sem drápu hann, nefnilega Bandaríkjamenn.

Hann var myrtur segir einhversstaðar og Sölvi Tryggvason talar um alla þá sem fallið hafa í stríðum sem Bandaríkjamenn hafa staðið að eftir árásirnar á tvíburaturnana og sér líkindi með falli þess fólks og þessa manns.

Í fullkomnum heimi eru ekki til vondir menn eða konur. Engin stríð til að heyja og öll dýrin í skóginum vinir. Nema sum….

Ég nenni ekki að lýsa yfir sérstakri hryggð við fráfall þessa manns. En ég get alveg sagt það hér að ég er dapur yfir því að fólk sé drepið hvar sem er í heiminum og þá skiptir mig það ekki neinu hvort það eru hermenn Bandaríkjanna, Breta eða Rússa sem dunda sér við af og til að eyða Tetjaníu án þess að hljóð komi úr sumum hornum.

Stríð eru viðbjóður og munu alltaf vera alveg áháð því hverjir heyja þau. Kannski vilja menn hártoga það sem þjóðir heims hafa kallað að berjast gegn alþjóðlegum hryðjuverkamönnum og kalla það eltingaleik morðhunda Bandaríkjanna við fólk sem hafði bara kannski einhvern rétt til að senda farþegaflugvélar á tvíburaturnanna.

Vissulega eru tvær hliðar á öllum málum en óakaplega er hann holur tónninn hjá þeim sem ætla að reyna að sjá dauða Osama Bin Laden og aðdraganda hans sem hálfgerðan stríðsglæp.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur