Mánudagur 10.10.2011 - 16:55 - Rita ummæli

Ekki spyrja mig af hverju en ég er að reyna að grafa upp textann við lagið Þorvaldur með bítlavinafélaginu. Ákaflega ómþýtt lag með gríðarfallegum og innihaldsríkum texta. Eiginlega hápunktur Íslenskrar textagerðar sé ég spurður.

Færustu gruflarar í mínu nærumhverfi hafa lagt nótt við dag en ekki fundið textann sem hinn góðkunni textahöfundur Ómar Gaukur Eggertsson samdi. Því er haldið fram í mín eyru að þessi maður sé frændi þeirra Ómars Ragnarsson, Ólafs Gauks og Þorsteins Eggertssonar en ég legg engan trúnað á slíkt. Meðal annarra stórverka þessa höfundar er hið þekkta lag Hanna Hanna með sama bandi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur