Fimmtudagur 29.12.2011 - 15:24 - Rita ummæli

Kamelljónið Össur Skarphéðinsson hefur talað og talað þannig að vandséð er hvernig Samfylking ætlar að mæta til kosninga með sömu áhöfn og síðast og þar áður. Undir yfirborði sem Samfylking vill selja okkur að sé slétt og fagurt og allir á sömu árinni virðist undirbúningur fyrir kosningar hafinn.

Össur hafnar Árna Páli án afdráttar og vill hlaupa yfir tvær kynslóðir í leit að foringja. Skemmtilegur skollaleikur pólitíkin því einmitt þegar Árni Páll virðist sækja nokkuð í sig veðrið þá stekkur sá sem öllu ræður til og tekur af öll tvímæli um að hann vilji annan.

Árni Páll sýnist þó hafa það sem aðrir flokksmenn hafa ekki ef frá er talinn Dagur B sem er víst varaformaður að hann hefur sterka löngun til að verða formaður flokksins. Það hafði núverandi formaður alls ekki og reynist slíkt ekki vel svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Össur ætlar samt að endurtaka leikinn og munstra einhvern úr rétta liðinu til starfans.

Og Össur vill líka koma sér upp nýjum hugmyndum. Vissulega er snjallt að ástunda gagnrýna hugsun og einnig að hafa þrek til að skipta um skoðanir í pólitík séu til þess sannfærandi og góð rök.

En ég veit ekki hvaða hugmyndir aðrar en að ganga í ESB og að vera í ríkisstjórn no matter what Samfylkingin er með.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur