Færslur fyrir febrúar, 2012

Mánudagur 27.02 2012 - 15:09

Búsáhaldabyltingin finnur sér óvin

Spaugilegt að fylgjast með því hvernig „eigendur“ búsáhaldabyltingarinnar eru að bregðast við því að lögreglumaðurinn Geir Jón ætlar að segja okkur sögur af því hvernig afstaða og framkoma bæði þeirra sem voru fyrir utan þinghús og innan þegar mest lét var. Nú er Geir Jón ekki lengur hinn járntrausti og mikilsvirti lögreglumaður sem hann hefur […]

Sunnudagur 26.02 2012 - 22:00

Mörður Árnason hæðist að tillögum um að ríkið taki þátt í því að lækka bensínverð. Meginrök Marðar og þeirra sem trúa því að hagvöxtur verði helst til með því að ráðherrra hafi sem mest af launum okkar að segja og sem fyrst eftir að við fáum þau er að ríkið eigi ekki til þá peninga […]

Fimmtudagur 16.02 2012 - 08:41

…og ráðherrann fagnar.

Það er ekki auðvelt hlutskipti að vera hluti af þeim þingmeirihluta sem samþykkti ólögin hans Árna Páls. Ég reyndar les það í Fréttablaðinu i morgun að ráðherrann fyrrverandi fagnar niðurstöðu hæstaréttar. Árni Páll er ekki fæddur í gær og reynir að sið atvinnumanna í pólitík að snúa þessum ömurlega ósigri í rennandi sigurgöngu. Hann sér […]

Miðvikudagur 15.02 2012 - 18:10

Ritstjórar DV gefa út skemmtilega yfirlýsingu í dag. Þar eru þeir eins og móðguð maddama vegna þess að Bjarni Ben trúir því ekki að blaðið sé hlutlaust og hikar ekki við að segja frá því. Reyndar trúir því varla nokkur maður….. DV er aggresívur fjölmiðill sem hikar í engu en þolir mönnum ekki að hafa […]

Miðvikudagur 15.02 2012 - 17:28

Dómur er fallinn

Nú er kannski ekkert að marka mig verandi sá Sjálfstæðismaður sem ég er en eftir dóm hæstaréttar varðandi endurútreikninga gengistryggðu lánanna verður ekki betur séð en að Jóhanna verði að spreða einu af níu lífunum sem hún segir þessa ríkisstjórn hafa til þess að lifa þennan dóm af. Á meðan fjölmiðlar pólitískir eyða öllu púðri […]

Miðvikudagur 15.02 2012 - 14:30

eÉg ætla að leyfa mér að hafa skoðun á pistli sem Jón Trausti Reynisson ritstjóri DV skrifar í dag. Þar er ritstjórinn að kvarta undan því að stjórnmálamenn leggist svo lágt að snúast til andsvara og kallar það árásir og tilraunir til þöggunar ef ég skil hann rétt. Að margra mati eru stjórnmálamenn allt að […]

Þriðjudagur 14.02 2012 - 20:26

Kastljósið, Bjarni og ábyrgð fjölmiðla

Bjarni Benediktsson var í Kastljósinu hjá Helga Seljan í kvöld. Þar var hann að bregðast við umræðum sem hafa magnast undanfarið um viðskiptasögu Bjarna. Þessi umræða er rekin af DV sem hefur eins og svo oft áður ekki þörf fyrir annað en eigin sannfæringu þegar þar eru felldir dómar. Helga Seljan tókst á endanum að […]

Föstudagur 10.02 2012 - 08:38

Meirihluti og pólitískir sóðakarlar

Það er skemmtilegt á vissan hátt að fylgjast með viðbrögðum við myndun nýs meirihluta í Kópavogi. Allt að því fullkomin móðursýki og gildishlaðin stóryrði einkenna tal margra. Reyndar er ósanngjarnt að gera miklar kröfur til Björn Vals. Hans framlag er að jafnaði dónaskapur um persónur á milli þess sem hann hefur skoðanir á þingi sem […]

Fimmtudagur 09.02 2012 - 08:33

Eitt af því sem var fyrirséð að myndi gerast í kjölfar hrunsins var að skilin á milli hægri og vinstri hlutu að skerpast. Hér er við völd glerhörð vinstri stjórn sem vinnur eftir hugmyndafræði sem var notuð með ömurlegum afleiðingum fyrir austan gamla járntjaldið sem flestir fagna að tilheyrir nú sögunni til. Eftir nokkra mánuði […]

Miðvikudagur 08.02 2012 - 15:54

Ég rakst fyrir tilviljun á facebook status hjá Jóni Þórissyni sem ég held örugglega að sé arkitektinn sem varð aðstoðarmaður Evu Joly. Þar spyr hann hvort vinir hans á fésinu muni ekki eftir því hvernig mokað hafi verið yfir verðsamráð olíufélaganna með því einu að þröngva Þórólfi Árnasyni út úr pólitík. Þeir dúkka upp lukkuriddararnir […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur