Miðvikudagur 15.02.2012 - 14:30 - Rita ummæli

eÉg ætla að leyfa mér að hafa skoðun á pistli sem Jón Trausti Reynisson ritstjóri DV skrifar í dag. Þar er ritstjórinn að kvarta undan því að stjórnmálamenn leggist svo lágt að snúast til andsvara og kallar það árásir og tilraunir til þöggunar ef ég skil hann rétt.

Að margra mati eru stjórnmálamenn allt að því réttlausir menn sem eiga að láta þá sem hafa komist í þá aðstöðu að skrifa fjölmiðla í umboði sannleikans um að segja sögur og hafi þeir skoðanir á sögunum er það árás á fjölmiðil.

Þetta sjónarmið er beinlínis hættulegt og lýsir mikilli sjálfhverfu. Hver maður hefur fullan rétt til að verja stöðu sig fyrir opinberum ásökunum án þess að þurfa að þola það að söguberinn telji þá vörn árás.

Hin venjulegu gildi eru nefnilega þau að þeir sem koma fram með ásakanir sanni sitt mál en ekki öfugt en stundum finnst mér fjölmiðlar telja sig undanþegna þessu ákvæði og DV er skólabókar dæmi um slíkt.

Það er skýlaus og skilyrðislaus réttur hvers manns, já líka stjórnmálamanna, að fá að verja æruna og krefja hvern þann sem vegur að henni um sanngirni og tillit til andsvara.

Hver er það sem gefur fjölmiðli eins og DV umboð til þess að virða að vettugi niðurstöður þeirra sem hafa verið valdir til þess að rannsaka mál í okkar samfélagi og halda bara úti eigin dómstóli sem lítur í besta falli afar óljósum lögmálum?

Hver er ábyrgð þeirra sem birta ásakanir á hendur fólki opinberlega? Fylgja slíku bara réttindi en engar skyldur? Þeir sem vilja taka þátt í svona rökræðum þurfa að hafa þrek til þess að hugsa ekki um pólitík heldur grundvallaratriði sem snerta okkur öll. Og gleymum því heldur ekki í öllu þessu að við eigum öll að njóta sömu réttinda. Líka fjölmiðlamenn……

Það er kannski ekki árás að saka menn um lögbrot opinberlega en það er að þó alveg örugglega ekki árás að reyna að svara fyrir þær ávirðingar sem á menn eru bornar.

En ég þekki mikið af fólki sem myndi treysta sér til þess að kalla það árás á æru manna að neita að taka mark á svörum þeirra sem eru bornir sökum og halda áfram eins og engin svör og engar skýringar hafi fengist.
s
Ef heimspeki þeirra sem stýra DV réði þyrftum við enga dómstóla eða lög og rétt. Í þeim heimi ræður bara sá för sem mesta möguleika hefur til að skrifa fjölmiðil. Og þar myndu gilda þau lög að það sem blaðið segir nógu oft er staðreynd.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur