Færslur fyrir mars, 2012

Föstudagur 30.03 2012 - 09:10

Sjálfstæðismenn fundu upp málþófið. Sú saga gengur fjöllum hærra núna og sumir þingmenn fyllast sorg yfir þessari aðferðafræði. Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af málþófi en minnir að allir flokkar hafi notað það eftir smekk sitt á hvað alla tíð.Og alltaf kvartar meirihlutinn. Málþóf eru leiðindi sama hver beitir þeim

Fimmtudagur 29.03 2012 - 23:12

Jafnréttisorðræðan

Hvað ætli ég hafi verið gamall þegar ég heyrði orðið feministi fyrst? Kannski er ekki svo langt síðan þannig séð. Ég man heldur ekki nákvæmlega hvað ég var gamall þegar ég lærði þau eilífu sannindi að auðvitað á að vera fullt jafnrétti kynjanna.  Ég skyldi það mætavel þá og alla tíð síðan en ég skil […]

Miðvikudagur 21.03 2012 - 19:01

Afbrigðið

Það er ekki alltaf praktískt bannsett lýðræðið. Það getur verið svifaseint og þungt sér í lagi stjórnvöldum sem ekki mega vera að því að koma málum í gegnum afgreiðslustofnanir eins og alþingi. Í dag gerðist það að ekki tókst að fá nægjanlegan stuðning við afbrigði á alþingi til þess að koma mjög mikilvægu máli, nefnilega […]

Miðvikudagur 14.03 2012 - 13:12

Sveinn Valfells hagfræðingur skrifar grein í Morgunblaðið í dag og fjallar þar um þátt Steingríms Sigfússonar og Svavars Gestssonar í Icesave klúðrinu. Sveinn dregur þá ályktun og rökstyður að þeir hljóti að mega eiga von á ákæru til landsdóms vegna þessa.

Þriðjudagur 13.03 2012 - 11:08

Ekkert fútt í landsdómi

Landsdómsmálið er orðið leiðinlegt. Það gerist ekkert. Engar bombur ef ég reyni að gleyma því að forystumenn Samfylkingarinnar eru ýmist fullkomlega ósammála eða minnislaus í vitnastúkunni. Ritstjóri eyjunnar talar um að slíkt sé innanflokksmál. Nýstárleg nálgun það… Flest vitnin styrkja málflutning ákærða í aðalatriðum og því hafa þeir sem héldu að Geir yrði leiddur til […]

Mánudagur 12.03 2012 - 20:53

Það er afar áhugavert að fylgjst með viðbrögðum við landsdómi. Þessi hápólitísku réttarhöld eru að valda þeim miklum vonbrigðum sem héldu að Geir Haarde yrði þar leiddur til slátrunar. Ekkert slíkt er að gerast. Álitsgjafar og bloggarar sem biðu eftir sprengjum hafa haft úr litlu að moða og hafa gripið til þess ráðs að tuða […]

Mánudagur 12.03 2012 - 12:12

Vonbrigði margra með framvindu málsins gegn Geir Haarde fyrir landsdómi eru illa dulin. Sér í lagi þeirra sem héldu í raun að þessi pólitísku réttarhöld myndu leiða það í ljós að Geir væri einn til ábyrgðar fyrir hruninu. Gagnrýnin sem fram hefur komið snýst að mestu um form en minna um það sem þar er […]

Miðvikudagur 07.03 2012 - 16:47

Kannski er of snemmt að draga ályktanir af því sem þegar hefur komið fram fyrir landsdómi en það fer fyrir mér eins og mörgum öðrum að ég stenst ekki mátið. Þessi mál sér hver með sínum augum að vonum og ég vona að mér líðist það. Mér finnst þeir sem hafa dæmt Geir sekan fyrirfram […]

Miðvikudagur 07.03 2012 - 08:22

Hroki Þórs Saari

Þau draga dilk á eftir sér ummælin sem Þór Saari viðhafði eftir árásina á lögmanninn. Saari er skilgetið afkvæmi búsáhaldabyltingarinnar. Honum skolaði inn á þing og hefur heldur betur látið til sín taka og er með lausnir á öllum vanda okkar en af einhverjum ástæðum hlusta fáir. Þór Saari tekur stundum stórt upp í sig […]

Mánudagur 05.03 2012 - 14:36

Ofbeldi umræðunnar

Ofbeldi birtist með ýmsum hætti. Í gær ruddist maður inn á lögfræðistofu og réðist með hnífi að fólki sem þar vinnur. Þótt ótrúlegt megi virðast hef ég rekist á ummæli fólks sem tekst að sjá slíkt óhæfuverk sem rökrétta framvindu einhvers og að vissu leyti skiljanlega Engar aðstæður og engin forsaga réttlætir svona nokkuð. Engu […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur