Mánudagur 11.06.2012 - 18:36 - Rita ummæli

Gott stig hjá Englandi

Grefilli gott stig hjá Englendingum gegn Frökkum. Víðáttuleiðinlegur leikur og það skrifast á tjallann. Leikurinn varð svo extra leiðinlegur í meðförum Dolla en kannski má segja að þau leiðindi hafi visst skemmtanagildi í sjálfu sér.


Ég hef  vissa samúð með leikaðferð Hodgson. Hann er nýtekinn við löskuðu liði og þarf fyrst og fremst úrslit. Jafntefli við gríðarvel skipað og nær ósigrandi franskt lið er smart fyrir England þó stíllinn fái ekki fegurðarverðlaun.


Hversu oft hafa Englendingar ekki farið snemma heim frá svona móti eftir þrjá gullfallega leiki sem skiluðu engu eða litlu í stigum talið? 


Góð úrslit geta gefið liðum sjálfstraust en ósanngjarnir tapleikir skila litlu og kannski mun þetta harðsótta stig gefa þessum miðlungsmannskap sem Hodgson hefur úr að spila aukið sjálfstraust.


Ég man eftir nokkrum útgáfum af landsliðum Ítala í gegnum tíðina sem hafa komið inn í svona túrneringu og spilað sig alla leið til lokaleiks. Ég hef reyndar ekki heillsufar í að spá Englandi þannig árangri…..


En kannski verður þetta einmitt stígið sem gerir einhvern gæfumun fyrir þá þegar upp er staðið og þá spyr enginn hvernig það kom til.


Röggi



Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur