Sunnudagur 17.06.2012 - 16:14 - Rita ummæli

Málþófið

Ég les hér og þar að þingið þvælist fyrir stjórnvöldum sem þurfa að koma málum í gegn með meiri hraði en þingið kýs. Slíkt er hin mesta óhæfa og lýðræðiselskandi menn um borg og bæ tala um það án kinnroða að nú verði að aftengja þá sem ekki eru réttrar skoðunar.

Það sem tefur er kallað málþóf minnihlutans en málþóf þetta hefur alltaf verið í vopnabúri minnihluta þings og notað eftir smekk innan þeirra umferðarreglna sem gilda á þingi. 

Ég veit ekki hvort mér á að finnast þetta vont eða gott en meirihlutinn hefur alltaf kvartað þegar minnihlutinn nýtir sér rétt sinn til þess að masa út í eitt um hluti. 

Þetta er vandmeðfarið allt saman enda viðurkenna allir á fínum stundum að tryggja verði rétt minnihlutans við vinnu löggjafans. 

Hvernig það er best gert er líklega ekki bráðeinfalt mál en ég er viss um að lausnin verður ekki fundin af pirruðum meirihlutanum þegar hann þarf að troða stærstu og umdeildustu málum sínum í gegn seint og um síðir á lokaspretti þings. 

Þetta er prinsippmál sem ekki má snúast um það með hverjum við höldum. Ég fer nokkuð nærri um það að Björn Valur mun ekki hika við að nota þann rétt og þann tíma sem reglur þingsins veita honum á næsta þingi þegar hann verður í minnihluta standi honum svo hugur til.

Og það má hann.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur