Færslur fyrir júlí, 2012

Sunnudagur 29.07 2012 - 12:30

Hversu fátæk er Sigríður Ingibjörg Ingadóttir?

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hefur metnað til þess að verða formaður Samfylkingarinnar. Til þess að svo megi verða þarf hún að gera sig gildandi í umræðunni og finna sér markhóp.Í viðtali sem hún lætur DV taka við sig slær hún um sig með drullumallspólitík þegar hún telur það hafa eitthvert gildi að kalla formenn flokka pabbadrengi […]

Föstudagur 27.07 2012 - 21:15

Það er nú bara þannig með mig að ég er andvígur boðum og bönnum þó ég verði svo uppvís að því eins og flestir að vilja samt sum bönn. Einstaklingar eiga að hafa sem mest frelsi til að velja sér sitt líf.Svo setjum við ramma utan um þetta frelsi og ætlumst til þess að allir […]

Miðvikudagur 25.07 2012 - 21:51

Úrskurðurinn

Þá hefur hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að vísa frá ógildingarkröfu vegna forsetakosninganna. Að vonum sýnist hverjum sitt en ég sé ekki betur en að sumir haldi að þarna hafi rétturinn verið að taka afstöðu öðru sinni til kæru vegna kosninga til stjórnlagaráðs.Margir skilja helst ekki hvernig skipting valds virkar, eða á að virka. Og […]

Mánudagur 23.07 2012 - 20:19

Drottinn minn dýri!! Á nú að fara að halda brennivíni að gamla fólkinu? Hrafnista ætlar sér að vera með kaffihús þar sem verður hægt að kaupa sér vín. Auðvitað mátti búast við því að SÁÁ og þeir sem vinna að áfengisvörnum og meðferðum hefði heldur neikvæða afstöðu til þessa. Enda gerir norræna módelið ráð fyrir því […]

Sunnudagur 22.07 2012 - 10:10

Hvenær eru íþróttamenn meiddir?

Nú er komin upp staða varðandi Aron Pálmarsson landsliðsmann í handbolta. Hann er meiddur og stutt í ólympíuleika. Vísir gerir frétt um málið og finnur á því vinkla.Þetta er afleitt mál fyrir alla og mest þó fyrir Aron. Mér sýnist úr þeirri fjarlægð sem ég er í að HSÍ sé að setja mjög mikla pressu […]

Miðvikudagur 18.07 2012 - 20:58

Ráðning ráðuneytisstjóra

Nú þarf að finna ráðuneytisstjóra í atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti. Þetta fína embætti verður til við sameiningu þriggja ráðuneyta. Eflaust margir um hituna…. En nei. Ríkisstjórn gagnsæis og upplýsingaflæðis ætlar ekki að hleypa hverjum sem er að þessu. Steingrímur J. segist ætla að ná því sem hann kallar samkomulag um þessa ráðningu. Afburðasnjöll aðferð og miklu […]

Þriðjudagur 17.07 2012 - 22:02

Stefán Ólafsson og hægri umræðan

Ég las viðtal við Stefán Ólafsson prófessor og stjórnmálamann í DV um helgina. Þar segist Stefán hafa hafið bloggskrif til að bjarga okkur frá umræðu sem vondir hægri menn gera út og þjóðin spili með. Að mati fræðimannsins eru slíkir menn þannig að þeir kæra sig ekki um staðreyndir. Stefán hins vegar er sérlegur sendiboði sannleikans […]

Laugardagur 14.07 2012 - 22:05

Stefán Ólafsson stjórnamála og fræðimaður er handhafi sannleikans. Slíkir menn hafa í gegnum söguna reynst misjafnlega….  Í viðtali í DV talar hann eins og frelsandi messías sem ákvað loks að opna munninn til að frelsa okkur frá vondum hægri mönnum sem tala of mikið og hafa skoðanir sem Stefán tekur ekki mark á. Auk þessa […]

Laugardagur 14.07 2012 - 21:30

Kjaftháttur þingmanns og fréttamat eyjunnar

Ritstjórn eyjunnar ákveður að gera kjafthátt Björns Vals Gíslasonar að frétt á síðunni einn ganginn enn í dag. Hvað fær þá sem stýra fjölmiðlum til að halda að þvi stærra sem menn taka upp í sig því merkilegra? Áratuga löng minnimáttarkennd andstæðinga Davíðs Oddssonar er ekki lengur nokkur frétt. Reyndar er það nú þannig að þessi […]

Fimmtudagur 12.07 2012 - 16:02

Eðli fjölmiðlaáhuga

Gaman að sjá að málsmetandi menn hafa skyndilega mikinn áhuga á því hvernig afkomutölur fjölmiðla eru. Einnig nýtist áunnin óbeit höfundar á útgerðarmönnum honum vel við skrifin og veitir innblástur án þess þó að það geri umræðunni nógu mikið gagn. Í nýlegri sögu okkar hafa endutekið komið upp dæmi um gríðarlegar afskriftir og kennitöluæfingar með […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur