Sunnudagur 29.07.2012 - 12:30 - 5 ummæli

Hversu fátæk er Sigríður Ingibjörg Ingadóttir?

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hefur metnað til þess að verða formaður Samfylkingarinnar. Til þess að svo megi verða þarf hún að gera sig gildandi í umræðunni og finna sér markhóp.


Í viðtali sem hún lætur DV taka við sig slær hún um sig með drullumallspólitík þegar hún telur það hafa eitthvert gildi að kalla formenn flokka pabbadrengi og ekki bara það heldur líka ríka pabbadrengi. 


Engu er líkara en að Sigríður hafi verið í dvala árum saman því hún heldur einnig að eitthvert kjöt sé á vinsældabeininu ef hún nefnir Davíð Oddsson á nafn í leiðinni.


Ég veit að slíkt er að einhverju leyti brúklegt á spjallfundum í klíkunum í Samfylkingunni en flestir aðrir eru orðnir heldur lúnir á gömlu komplexunum gagnvart þessum gamla formanni Sjálfstæðisflokksins.


Þegar hún velur að tala um það hverjir þeir eru sem eru henni ósammála í stjórnmálum og hvernig foreldra þeir eiga á hún að mínu mati lítið erindi upp á dekk. 


Bætt umræðuhefð og betri stjórnmálamenning eru faguryrði sem samræðustjórnmálafólkið í Samfylkingunni skreytir sig stundum með en það er ætlað öðrum til afnota.


Hverra manna ætli Sigríður sé og hvað á það fólk af peningum og hún sjálf? Þetta er upplýsingar sem hún hlýtur að telja mikilvægar og vægi hennar sem stjórnmálamanns meira því minna sem til er.


Er þetta er pólitíkin sem Sigríður Ingibjörg Ingadóttir vill standa fyrir?


Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Anonymous

    Ég kæri mig ekki um að fá ríka ofdekraða peningaprinsa til að stjórna okkar þjóðfélagi næsta kjörtímabil!!!

  • Anonymous

    en ofdekröð börn atvinnustjórnmálamanna?

  • Anonymous

    Sigríður Ingibjörg er kúltúr-kommi, fædd með silfurskeið í munni inn í ríka fjölskyldu, svo hún ætti ekki að segja mikið.Og auðvitað tekur Dagblað Vinstrimann (DV) drottningarviðtal við hana eins og aðra af sínum uppáhalds gæludýrum á vinstrivæng stjórnmálanna.Þetta er manneskjan sem fór á taugum og hljópst undan merkjum úr bankaráði Seðlabankans í miðju hruninu.Það gæti verið að þessi kokhrausta manneskja gæti þurft að skríða fyrir pabbadrengjunum eftir næstu kosningar og biðja þá fyrir náð og miskun og leyfa sér að koma í stjórnina með þeim, svo þessi kokhrausta manneskja ætti ekki að vera að slá um sig með stórkerlingaklegum yfirlýsingum í DV.

  • Anonymous

    Voðalega eruð þið öfgva hægrimenn hörundsárir á að vefja ykkur í bómull má ekki ræða um ykkur?Þekki þetta mjög vel uppalinn af hægri mönnum þar er fólk dregið í dilka og klíka og ættartengsl ráðinn ríkja A-Ö er ógeðslegt.

  • Anonymous

    Og af hverju má ekki kalla Gullskeiðardrengina, Bjarna Ben og Sigmund Davíð það sem þeir eru: forríkt forréttinda pakk? Sen eiga enga sameiginlega hagsmuni með almenningi í landinu. Þeirra hagsmunir eru að fá að rýja almennig áfram.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur