Miðvikudagur 12.09.2012 - 23:16 - Rita ummæli

Hvernig ætli standi á því að fólk sem leiðist út í stjórnmál hefur helst ekki neinn sans fyrir gildi íþrótta. Íþróttir eiga engan fulltrúa á þingi og enginn flokkur meinar neitt með stuðningi við íþróttir.

Samt er það þannig að enginn samtök eru fjölmennari en ÍSÍ. Einnig er leitun að þeim sem viðurkenna ekki gildi þess að stunda íþróttir. Ódýrasta forvörnin segja stjórnmálamenn þegar það hentar…

..og meina þá væntanlega hvað hún er ódýr fyrir ríkið. Það er skammarlegt hversu lítið er lagt af mörkum til íþrótta á Íslandi. 

Stundum vilja menn bera saman það sem sett er í menningu og listir og það þykir listamönnum ekki fínt. Af hverju er það ekki ágætur samanburður? Ég efast hreint ekki um gildi lista og menningu þó ég vilji bera saman framlög til þessara greina. 

Er kannski sanngjarnt að bera saman það sem aðrar þjóðir nátengdar okkur gera? Þar erum við langt á eftir…

Ég held að stjórnmálamenn ættu að hætta að mæta út á flugvöll til að taka á móti þeim hluta íþróttamanna sem eru afreksmenn. Stilla sér upp til myndatöku og gera sér upp þjóðarstolt.

Stjórnmálamenn sem væru stoltir af því ótrúlega starfi sem þúsundir vinna í sjálfboðaliðavinnu til þess að skapa ekki bara afreksfólki heldur tugþúsundum barna og unglinga aðstöðu til þess að stunda sína íþrótt kæmu ekki fram með það sem fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir nú.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur