Fimmtudagur 06.12.2012 - 10:04 - Rita ummæli

Umræðan um hátæknisjúkrahús. Hún tekur allskonar dýfur, og snýst þá stundum lítið um efnisatriði mála. Ýmsar tengingar eru settar í umræðuna, allt eftir því hvernig niðurstöðu menn leita eftir.

Af því að við getum ekki borgað laun, þá eigum við ekki að byggja. Af því að við höfum ekki geta endurnýjað tækjakost eigum við ekki að byggja. 

Allskonar ótengdir aðilar innlendir sem erlendir hafa reiknað og reiknað meira. Hlutausir fagmenn. Og niðurstaðan er sú að þessi framkvæmd mun borga sig. Og í raun ótrúlega fljótt.

Á alla lund. Betri þjónusta og miklu hagkvæmari. Viðhald þeirra bygginga sem starfsemin er í núna er það kostnaðarsamt að við töpum líklega á því að byggja ekki. 

En eftir stendur spurningin um peningana sem við setjum í þetta í dag þegar allt er í niðurskurði og svelti. 

Ég er ekki viss um að þeir peningar fáist til þess að hækka laun eða kaupa tæki. Ég reyndar stórefast um það. 




Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur