Mánudagur 10.12.2012 - 11:26 - Rita ummæli

Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að skrifa enn einu sinni um DV og fréttastjóra þess blaðs. Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur talar enga tæpitungu í grein sem um fréttastjórann fjallar. Og það hyggst ég ekki heldur gera.

Málsmetandi menn héðan og þaðan þykjast bera hag orðræðunnar fyrir brjósti. Við belgjum okkur út og tölum um nýtt Ísland. Samt eru til fjölmiðlar eins og DV.

Á því blaði er ekki unnið eftir neinum viðurkenndum vísindum um fjölmiðlun. Einn mælikvarðinn sem notast er við er vogarskálin um það hvar standa í pólitík. 

Þeir sem falla röngu megin þar eru allt að þvi réttdræpir. Um þetta er mörg dæmi. Annað er ef einhver, og þá skiptir í orðsins fyllstu merkingu alls engu máli hver eins og nýlega hefur sést, vill tala illa um Sjálfstæðismann, þá er viðkomandi öruggur um 15 mínútna frægð, DV style.

Ég geri ekki lítið úr þörf manna til þess að þola ekki Sjálfstæðisflokkinn, til þess hefur hver maður fullan rétt, en verðum við ekki allra helst að gera lágmarkskröfur til fjölmiðla um eðlileg viðmið siðferðisleg jafnvel þó þessi þörf sé yfirþyrmandi?

Vissulega er það þannig að einungis lítill hluti landsmanna les þetta blað og það er einhver huggun harmi gegn. 

DV má auðvitað tapa peningum á því að reka allskonar áróður um hvað eina, allt eftir smekk þeirra sem fjármagna tapið og borga launin. Annað eins hefur nú sést..

….en má allt í þeim slag? Er sannleikurinn aukaatriði? Ingi Freyr hugsar bara um næstu forsíðu og sest svo kannski niður og les kommentin frá hirðinni sem aldrei skrópar. 

Umfjöllun og nálgun hans um vafningsmálið slær flest annað út og þó er af ýmsu að taka. Tilgangurinn helgar meðalið. Ingi Freyr veit að fyrirsögn fréttarinar um formann Sjálfstæðisflokksins er alger della. 

En honum virðist vera sama. Hann er ekki alvöru fjölmiðlamaður þegar kemur að því að fjalla um þá sem hann heldur ekki með heldur pólitískur málaliði illa eða lítt dulbúinn. 

Sannleikurinn er afstætt hugtak fyrir sumum. Teygjanlegt atriði sem hægt er að nota með ýmsum hætti. Í tilfelli DV til þess að koma höggi á fólk sem lendir á aftökulista blaðsins. 

Röggi




Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur