Miðvikudagur 21.08.2013 - 18:45 - 13 ummæli

Rétthugsandi Heimir Már

Nú tíðkast þau breiðu spjótin

Heimir Már Pétursson skrifar pistil um þá sem hann telur hafa rangar skoðanir og telur slíka menn til óþurftar. Heimir dregur ekki af sér þegar hann gefur hinum rangt hugsandi einkun. 

Ég velti því fyrir mér hvort skoðanir þeirra sem sjá slagsíðu í fréttamati fréttastofu RÚV séu með einhverjum hætti verðminni en þeirra sem ekki sjá þetta. Ég velti því líka fyrir mér hver er þess umkominn að verðleggja skoðanir manna eins og Heimir gerir svikalaust í greininni. 

Nú þegar hann hefur kveðið upp úrskurð um þessar skoðanir þá kemst hann að þeirrri niðurstöðu að slíkir menn séu ekki einasta óþarfir heldur hættulegir. Heimir hefur mannkynssöguna til vitnis um þetta. Hvorki meira né minna…

Mannskynssagan kennir okkur að fólk sem hugsar eins og Heimir virðist gera hefur gert mikið ógagn. Rétttrúnaðurinn fær nýtt andlit í þessum skrifum. Mogginn er Pussy Riot Heimis Más….

Þetta er eitt…

Mér finnst að Heimir ætti að íhuga það alvarlega að gefa út leiðbeiningar  um það hverjir mega hafa skoðanir á RÚV um leið og hann segir okkar hvernig þeim skoðunum skal komið á framfæri. 

Nú hikar hann sjálfur ekki við að hafa upplýstar skoðanir og kemur þeim á framfæri með gildishlöðnum stóryrðum bæði um menn og málefni. Slík forréttindi tilheyra væntanlega hinum rétthugsandi…

Það er eitthvað að samfélagi sem ekki getur þolað mönnum að hafa skoðanir á ríkisfjölmiðli. Í prinsippinu. Það er ekki bara leyfilegt heldur hreinlega nauðsynlegt og alger óþarfi að gera það að aðalatriði þó persónur og leikendur komi við sögu þegar rætt er um efnistök og meðhöndlun. 

Í þessum efnum eru engar skoðanir rangar eða hættulegar heldur bara þeir sem vilja sortera hverjir kunna að gagnrýna og hverjir ekki. 

Við eigum RÚV öllsömul og við verðum að þola hvort öðru ólíka sýn á hlutina. Hvað annað er betra í boði en það?

Röggi

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Ummæli (13)

  • Haukur Kristinsson

    Það getur aldrei orðið 50/50 vægi á skoðunum vinstri/hægri í alvöru fjölmiðlum.
    Skoðanir vinstri manna versus hægri manna hljóta að hafa meira gildi, eiga meira erindi til fólksins, vera verðmeiri en íhaldsmanna. Og ástæðan er skýr og einföld. Vinstri menn eru betur gefnir, greindari og yfirleitt með meiri og betri menntun en hægri menn.

    Kannski ljótt að segja þetta, enga að síður “facts”.

  • Vá!

    Það er greinilega alltaf hægt að komast einu þrepi neðar.

  • Magnús Björgvinsson

    Fannst nú greinin fjalla um hjá honum að það sé sjálfsagt að gagnrýna fjölmiðla en nu sé staðan þannig að á RUV sé ráðist út af nær engum sökum. Og nærri ljóst að eitthvað mikið stendur til. Sennilega unnið að því að selja hluta eða RÚV sem heild. Nú eða að gera það að málgagni ríkisstjórnarinnar.
    En ekki sæmandi að bæði pressan og mogginn geri nær alla fréttamenn RÚV að skotspæni og ljúgi upp á þá skoðunum og ætli þeim að vera í einhverju samsæri.
    Ef þetta heldur áfram verður engin gagnrýnin fréttamennska því að fjölmiðlar verða annað hvort keyptir eða lagðir niður ef að valdamönnum líkar ekki það sem þeir segja.

  • Gunnar J.

    Svo mættir þú Magnús t.d. bera saman umfjöllun RÚV um styrkjamál stjórnmálaflokkanna. S og D fengu svipaðar upphæðir frá útrásarfyrirtækjunum.

    Það veit enginn – af því RÚV fjallaði bara um styrkina til D (á hverjum degi rétt fyrir kosningar 2009) en sleppti hinum nánast alveg. Aðspurður sagði Óðinn að styrkir S væri „ekki frétt“.

    Svona má halda áfram endalaust.

  • Gunnlaugur Ingvarsson

    Nýjasta dæmið um það hvernig hinir sérstöku „Liðsmenn Brussel“ á Fréttastofu RÚV beita sér til stuðnings ESB aðildinni, var nú í dag þegar þeir gera spurningar Árna Páls til utanríkisráðherra Íslands um ESB að stórfrétt og að eitthvað mjög svo tortryggilegt sé við það að „Utanríkisráðherra Íslands hafi ekki enn svarað fyrirspurninni“ nú aðeins tveimur dögum eftir að hú var lögð fram. Halló !

    • Já, ég segi Halló tilbaka. Af hverju ætti RÚV, undir miklum þrýstingi, að taka upp öfgakenndari viðbrögð er snertir ESB? Af hverju ætti RÚV að vilja láta enn meiri þrýsting á sig, sér í lagi þar sem nýir stjórnarflokkar hafa náð stjórn á RÚV? Sérðu ekkert rangt við þetta? Enginn myndi bregðast svona við nema eitthvað mjög skítugt lægi að baki.

      Það er kominn tími til að allir vakni og sjá hvernig gömlu flokkarnir leika sér að almúganum hér.

  • Jóhann Kjartansson

    Sæll Rögnvaldur.

    Takk fyrir pistilinn.
    Eðlileg skoðanaskipti og málefnalegar umræður hafa ekki verið mikið uppá pallborðinu undanfarið.
    Allir mega hafa skoðanir á RÚV.
    Mér finnast samt árásir á fréttamenn RÚV hafa gengið út fyrir allan eðlilegan þjófabálk og velti fyrir mér hvers vegna svo sé.

  • Það er magnað að sjá hvað þessi þjóð getur endalaust vælt um aukaatriði allra mála í stað kjarna mála. Það er einmitt ástæðan fyrir að við komumst aldrei áfram með eitt né neitt. Rykkorn barnalegra stjórnmála leiðir til að fólk vælir um öll aukaatriði.

    Kjarni málsins er sá að RÚV þarf að þola árásir úr öllum skítugu skúmaskotum þjóðfélagsins í stað þess að áherslum RÚV sé í staðinn breytt örlítið (til meira svokallaðs hlutleysis), sem ætti að vera afar auðvelt verkefni fyrst nýi ósátti meirihlutinn hefur náð stjórn á RÚV. Nei, í stað þess eru árásirnar eins harðgerðar og verst verður á kosið í vestrænum lýðræðisríkjum og sumir aðilar réttlæta það virkilega með að bera fyrir sig einhver aukaatriði sem engu máli skipta fyrir heildarsamhengið.

    Það er eitt að hafa skoðanir á ríkisfjölmiðli en það er allt, allt annað að ráðast með skipulögðum hætti á hann úr öllum áttum samtímis í þeim eina tilgangi að berja hann til hlýðni eða eitthvað verra en það.

    Vegna þessara ástæðna er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að það eigi að ganga frá RÚV í einhverri mynd, burtséð frá því algjöru aukaatriði hvort fréttaflutningur þeirra hallar örlítið of mikið í einhverja áttina, sem alltaf verður raunin, eða einhverju allt öðru aukaatriði.

    Með þetta í huga á fólk nú að opna augun og sjá hvort fléttan leiði ekki til að fréttaflutningur RÚV fari að halla of mikið í hina áttina. Þegar fólk færi svo að taka almennilega eftir því og myndi kvarta er svo auðvelt að koma sér undan því með að benda á önnur aukaatriði vegna þess að fólk hafði áður varið RÚV fyrir fréttaflutning í hina áttina.

    Reyndar er þetta byrjað að spilast nú þegar og er það eðlileg framþróun þessa máls með tilliti til barnalegra stjórnmála.

  • Haukur Kristinsson

    Hallo, Framsjallar. Hafið vit á því að láta RÚV í friði.
    Margra ára valdaferill þeirra Dabba og Dóra endaði með allsherjar hruni og rústalagningu landsins. Er það ekki barasta nóg í bili?
    Á nú einnig að eyðileggja þann fréttamiðil, sem almenningur ber mest traust til? Sjá MMR könnun fyrir neðan.

    Kemur síðan röðin að Þjóðleikhúsinu og Sinfóníuhljómsveit Íslands?

    http://www.press.is/index.php/felagidh/frettir/3236-frettastofa-ruv-nytur-mests-trausts

    • Sé núna að þú varst ekki að vera fyndinn í kommentinu þínu áðan. Sé líka að þú ert greinilega betur menntaður og greindari.

      P.s. Samfylkingin var reyndar í ríkisstjórn þegar kom til hrunsins, en ekki Framsókn.

  • Er það að birta rangar tölur um m.a. atvinnuleysi, raunskuldir, skuldaaukningu, hallarekstur eða meintann jöfnuð eitthvað annað en fúsk og slæleg vinnubrögð?

    Að minnsta kosti er þar ekki um að ræða „mistök í starfi“ heldur mun fremur „einbeittann brotavilja“

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur