Fimmtudagur 24.10.2013 - 11:30 - 3 ummæli

Mótmæli og lögregla

Nú ryðja vinnuvélar stórtækar hrauni úr vegi í gálgahrauni. Sumir mótmæla því, af ýmsum ástæðum, mögulegum og ómögulegum,

Hraunið ku vera friðlýst þar sem vinnuvélar athafna sig. Það hefur þá væntanlega farið framhjá stofnunum sem fara af kostgæfni, gegn vægri þóknun, yfir framkvæmdir af þessu tagi áður en stimpill eftirlitsiðnaðarins smellur á pappírnum,

Í gær komst sá kvittur svo á kreik að vondir menn af engeyjarætt muni hagnast á öllu saman. Skiptir þá ekki öllu hvort það er satt og rétt eða hvort þeir menn megi almennt ekki hagnast, Þessi ótíðindi eru sem olía á eld…

Vandlifað í henni veröld þegar menn, góðir sem vondir, geta ekki treyst á rétt sinn og frið til þess að vinna sín verk þrátt fyrir að hafa þrætt frumskóg leyfisbréfa og umhverfismata,

Gott og vel,

Ekki legg ég til að fólk sé svipt rétti til andmæla. Það á að vera réttur hvers manns að koma skoðunum sínum á framfæri og ég þekki fáa sem vilja gera breytingar þar á,

Ég þekki aftur á móti allmarga sem vilja setja þennan rétt ofar öðrum réttindum eða skyldum, altso þegar menn hafa „almennilegan“ málsstað að verja, vel að merkja,

Mér finnst næstum eins og öllum framkvæmdum sem nöfnum tjáir að nefna sé mótmælt, ja nema kannski þegar menn þrengja götur sem fyrir þóttu helst til þröngar,

Eins og stundum áður þá hófst þessi sena á því að mótmælendur fundu lögreglunni flest til foráttu. Töldu valdsmenn beita henni á fólk, eins og þeir kalla það sem ekki skilja hlutverk lögreglunnar í siðuðum samfélögum,

Svona var andrúmið líka þegar verið var að æsa fólk upp í byltingunni sem kennd er við búsáhöld,

Þann hrunadans endilangan stóð lögreglan sig með óhemjuprýði. Og það við fáránlegar aðstæður þar sem maður gékk undir manns hönd að reyna að grafa undan störfum lögreglu sem sinnti því sem henni ber að sinna,

Ég hélt ef satt skal segja að skömmin sem lá yfir þeim sorglega hluta þessa annars stórmerkilega viðburðar í okkar sögu myndi ekki renna svo fljótt af,

Friðsöm mótmæli segja þeir. Hvað eru friðsöm mótmæli?

Er friðsemdin mæld í því að menn fara ekki um velli  réttandi samborgurum sínum einn á lúðurinn? Hvaða friðsemd er það að ryðjast inn á vinnusvæði fólks og koma í veg fyrir að menn geti sinnt vinnu sinni? Heimfærum þetta á hvaða vinnustað sem er í hvaða geira sem er og reiknum svo út frá meginreglu sem um alla þarf að gilda,

Með lögum skal land byggja. Þeir sem vilja taka þau í eigin hendur þegar þeim ofbýður persónulega vilja hafa undanþágur á þessum annars nokkuð viðurkenndu vísindum. Ég vill engar undanþágur vegna þess að þannig er líklegast að allir séu jafnir fyrir lögunum og það er einmitt mikilvægt,

Nú kann að vera heimskulegt að leggja þennan veg. Jafnvel sérlega vegna þess að kærumál eru í gangi í dómskerfinu. Og þá er ekki endilega óeðlilegt að einhverjum sé misboðið og finni hjá sér hvöt til þess að mótmæla,

Þeir sem vilja gera það þannig að þeir brjóta á rétti annarra í leiðinni þurfa þá að hafa reisn til þess að sætta sig við að slíkt hefur og á að hafa afleiðingar, jafnvel handtöku ef svo ber undir,

Hvað annað? Hver ætlar að úrskurða um það hvað er svo góður málsstaður að ekki megi hrófla við mótmælendum sem ekki hlýta lögreglu?

Neibbs. Mótmælum eins og við teljum okkur þurfa og njótum þess að búa í landi þar sem frelsi til þess að tjá skoðanir sínar er óheft….

…reyndar landi þar sem frelsi til þess að fara ekki eftir umferðarreglum er takmarkað,

En eigum við ekki hætta að grafa undan lögreglumönnum sem standa í þeirri leiðindavinnu að halda uppi lögum og reglu? Lögregluembættið hefur enga skoðun á því hvort málsstaður þeirra sem mótmæla röngu megin við strikið er góður eða vondur.

Röggi

 

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Ummæli (3)

  • Lárus Ingi Magnússon

    Þarna erum við sammála í einu og öllu Hr Forseti. Ég get ekki skilið þá áráttu manna að hafa allt á horum sér gagnvart lögreglunni í þessum málum. Þar eru menn nákvæmlega að sinna því hlutverki að allir eiga að fara að lögum, hvaða skoðun sem menn hafa á þeim. Vel mælt Rögnvaldur.

  • Sigurjón Ö

    Það ætlar að vera þrálát rangfærsla að hraunið sé friðlýst þar sem vegurinn á að liggja:
    http://www.umhverfisraduneyti.is/media/frettir/galgahraunfridlysing.jpg

  • MótmælEndur undir högg
    eiga nú að sækja
    nær loks tók á sig Röggi rögg
    Rögga undan skrækja

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur